„Við getum bætt okkur: Fóðrun unghrossa og tamningatrippa á húsi“

  • 20. janúar 2023
  • Tilkynning
Miðvikudaginn 25. janúar kl 17:00
Veffræðsluerindi Dr. Susanne Braun undir yfirskriftinni „Við getum bætt okkur: Fóðrun unghrossa og tamningatrippa á húsi“.
Susanne mun velta upp hvar hægt er að gera betur í aðbúnaði og fóðrun yngri hesta, vandamálum og kvillum sem upp geta komið og skoða hvaða fóður- og bætiefnavörur geta gagnast á þessu skeiði.
Susanne Braun er fagdýralæknir hesta og kírópraktor og íslenskum hestamönnum að góðu kunn. Hún mun miðla af víðtækri þekkingu í máli og myndum auk þess sem opið verður fyrir spurningar sem svarað verður milli efniskafla í erindi hennar.
Veffræðsluerindið er liður í röð þriggja erinda sem haldin verða á næstu mánuðum og verða auglýst nánar á næstunni. Erindið ókeypis og opið öllum en nauðsynlegt er að skrá sig hér fyrir neðan. Við drögum út heppinn þáttakanda eftir hvert erindi sem hreppir góðan gjafapakka með hestafóðri og bætiefnum!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar