Viðbragðsáætlun vegna slysa á mótsstað

  • 21. mars 2024
  • Fréttir
Öryggisnefnd LH kynnti drög að viðbraðgsáætlun vegna slysa á mótsstað

Öryggisnefnd LH kynnti drög að viðbraðgsáætlun vegna slysa á mótsstað á knapafundi sem haldin var í febrúar síðastliðnum. Jóhanna Þorbjörg kynnti áætlunina sem er stutt og skorinort. Öryggisnefnd LH hvetur alla mótshaldara að innleiða öryggisáætlunina í mótahald ársins 2024. Á síðasta stjórnarfundi var fjallað um áætlunina og erindi öryggisnefndar og eftirfarandi fært til bókar:

Viðbragðsáætlun fyrir mótahald Landssambands hestamannafélaga

Öryggisnefnd hefur samið viðbragðsáætlun sem tekur til hverskyns slysa eða óhappa sem gerast á meðan á móti stendur. Mótsstjórn skipar öryggisfulltrúa sem hefur yfirumsjón með atvikum sem upp koma og skal mótstjórn og/eða yfirdómari tilkynna öryggisfulltrúa um slys og óhöpp. Öryggisfulltrúi leiðbeinir um frekara viðbragð eftir alvarleika atviks.

Lagt er til að stjórn mælist til þess að mótshaldarar innleiði þessa viðbragðsáætlun í mótahaldið á árinu 2024. Einnig er lagt til að stjórn leggi fyrir landsþing að innleiða áætlunina í keppnisregur LH. Öryggisfulltrúi verður skipaður á Landsmóti og þar gefst tækifæri til að slípa áætlunina, öryggisnefnd mun skila skýrslu að mót loknu um að hverju þurfi að huga að á stórmóti.

Afgreiðsla: Samþykkt að mælast til við mótshaldara að skipa öryggisfulltrúa á mótum ársins. Samþykkt að leggja fyrir Landsþing innleiðingu öryggisáætlunar í regluverk um mótahald.

Hér má sjá áætlunina:

Hér má svo nálgast kynningu Jóhönnu Þorbjargar á knapafundinum:

www.lhhestar.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar