Viðburðir á vegum hrossaræktarfélags Flóahrepps

Folald bregður á leik Ljósmynd: Páll Imsland
Uppskeruhátíð
Hrossaræktarfélag Flóahrepps ætlar að halda uppskeruhátíð félagsins í Vatnsholti föstudagskvöldið 21. febrúar með hrossakjötsáti og verðlaunaveitingum kynbótahrossa fyrir sýningarárið 2024.
Guðmundur í Skálakoti mun koma mæta og spjalla við gesti og vonandi meðal annars kynna fyrir okkur starfsemi tilvonandi sæðingarstöðvar sem hann er að láta reisa. Verð á mann er 4500 krónur. Tilboð á barnum. Húsið opnar kl. 20:00. Öll velkomin.
Skráning er hjá Ágústi Inga agustk@visir.is sími 899-5494, Atla Geir atligeir@hive.is sími 898-2256 og á netfang félagsins hrff.stjorn@gmail.com. Skráningu lýkur sunnudagskvöldið 16. febrúar.
Folaldasýning
Og folaldasýning félagsins, verður síðan haldin sunnudaginn 2. mars 2025 í Sleipnishöllinni að Brávöllum Selfossi og hefst hún kl. 13:30.
Þátttökugjald er 2.500 kr. fyrir hvert folald og greiðist með reiðufé til gjaldkera. Skráningafrestur rennur út kl. 20:00 föstudaginn 28. febrúar.
Koma verður fram nafn á folaldi, litur, móðir, faðir, ræktandi og eigandi. Skráning er hjá Ágústi Inga agustk@visir.is sími 899- 5494, Atla Geir atligeir@hive.issími 898-2256 og á netfang félagsins hrff.stjorn@gmail.com.
Áhorfendur velja með kosningu glæsilegasta folaldið. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, merfolöld og hestfolöld.
Þeir sem verða með folöld eru beðnir um að mæta eigi síðar en kl. 13:00