Vignir Jónasson látinn
Vignir hafði verið búsettur í Svíþjóð um langa tíð og á sínum ferli náð frábærum árangri sem hestaíþróttamaður og ræktandi.
Hugur starfsfólks Eiðfaxa er hjá aðstandendum og vinum Vignis sem við vottum okkar dýpstu samúð.
Sólin rís að morgni
og seinna deyr í haf
sömu leið að kveldi allir halda
þá hittast gamlir vinir
og heillast láta af
huldumáli Fróns og niði alda.
Höfundur. Einar Georg Einarsson