Vignir knapi ársins í Létti

  • 10. desember 2023
  • Fréttir
Fimmtudaginn 7. desember var uppskeruhátíð og sjálfboðaliðavesla Léttis haldin.

Í hestamannafélaginu Létti á Akureyri fer fram öflugt starf en alls eru skráðir félagsmenn 466 talsins. Síðastliðinn fimmtudag hélt félagið veislu og fagnað árangri ársins. Veitt voru verðlaun fyrir knapa ársins í ungmennaflokki, kvennaflokki og karlaflokki.

Egil Már Þórsson var valinn knapi ársins í ungmennaflokki en auk hans voru Auður Karen Auðbjörnsdóttir og Margrét Ásta Hreinsdóttir tilnefndar.

Ingunn Birna Árnadóttir var valin knapi ársins í kvennaflokki en auk hennar voru þær Mathilde Larsen og Aldís Ösp Sigurjónsdóttir tilnefndar.

Vignir Sigurðsson var valinn knapi ársins í karlaflokki en auk hans voru Guðmundur Karl Tryggvason og Hreinn Haukur Pálsson tilnefndir.

Myndir sem fylgja fréttinni voru fengnar á Heimasíðu Léttis.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar