Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Villikettir og sigurhross í gæðingalistinni

  • 12. mars 2025
  • Fréttir

Þorgeir Ólafsson og Aþena frá Þjóðólfshaga 1 eru fyrst í braut á föstudaginn Mynd: Carolin Giese

Ráslistinn er klár fyrir gæðingalistina í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum. 

Gæðingar munu valsa um gólfið í HorseDay höllinni á föstudaginn þegar keppni í gæðingalist fer fram í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum.

Það eru mögnuð pör á listanum en allir sigurvegarar fyrri greina mæta í gæðingalistina. Sigurvegarnir í fimmgangi, Þorgeir Ólafsson og Aþena frá Þjóðólfshaga 1 eru fyrst í braut. Á eftir þeim eru fjórgangssigurvegararnir Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Flóvent frá Breiðstöðum. Ásmundur Ernir Snorrason er nr. 13 í braut á Hlökk frá Strandarhöfði en þau unnu slaktaumatölti. Þau þrjú eru einnig öll í baráttu í einstaklingskeppninni en Ásmundur er efstur, Aðalheiður þriðja og Þorgeir fimmti en mjótt er á munum og keppnin ekki hálfnuð.

Villikettir og úrslitahestar

Lið Sumarliðabæjar er efst sem stendur í liðakeppninni en ásamt Þorgeiri keppa þau Jón Ársæli Bergmann á Halldóru frá Hólaborg og Védís Huld Sigurðardóttir á Ísak frá Þjórsárbakka. Jón og Halldóra enduðu í öðru sæti í fjórgangnum og er Jón annar í einstaklingskeppninni og Védís og Ísak kepptu einnig í fjórgangnum þar sem þau enduðu í 7.-8.sæti. Liðið hlaut einnig liðaskjöldinn það kvöld.

Eyrún Ýr Pálsdóttir mætir með Leyni frá Garðshorni á Þelamörk en þau voru á palli í fimmgangum það sama má segja með Arnhildi Helgadóttur og Frosta frá Hjarðartúni og Helgu Unu Björnsdóttur og Ósk frá Stað en þær voru í öðru og þriðja sæti í slaktaumatöltinu.

Þrír villikettir eru skráðir til leiks en þetta er alltaf vinsæl villikattagrein. Fet/Pula, Top Reiter og Ganghestar/Margrétarhof eru að nýta villikettina sína en hingað til hafa engin lið nýtt sér þá.

Frítt í stúkuna

Eins og áður er frítt inn í höllina en frábærar veitingar eru í boði. Þeir sem panta fyrir fram á hlaðborðið fá í kaupbæti frátekið sæti á besta stað í stúkunni en húsið opnar kl. 17:00. Pantanir fara fram HÉR.

Fyrir þá sem ekki eiga heimangengt geta horft á keppnina í beinni útsendingu á Eiðfaxa TV en það er um að gera að tryggja sér áskrift sem fyrst.

Ráslistinn

1 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 Sumarliðabær
2 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Ganghestar/Margrétarhof
3 Gústaf Ásgeir Hinriksson Gýmir frá Skúfslæk Hestvit/Árbakki
4 Viðar Ingólfsson Vigri frá Bæ Hrímnir/Hest.is
5 Villiköttur Fet/Pula
6 Teitur Árnason Hafliði frá Bjarkarey Top Reiter
7 Jakob Svavar Sigurðsson Hrefna frá Fákshólum Hjarðartún
8 Villiköttur Ganghestar/Margrétarhof
9 Bylgja Gauksdóttir Askja frá Garðabæ Fet/Pula
10 Jón Ársæll Bergmann Halldóra frá Hólaborg Sumarliðabær
11 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bútur frá Litla-Dal Hestvit/Árbakki
12 Eyrún Ýr Pálsdóttir Leynir frá Garðshorni á Þelamörk Top Reiter
13 Ásmundur Ernir Snorrason Hlökk frá Strandarhöfði Hrímnir/Hest.is
14 Helga Una Björnsdóttir Ósk frá Stað Hjarðartún
15 Hanne Smidesang Tónn frá Hjarðartúni Fet/Pula
16 Védís Huld Sigurðardóttir Ísak frá Þjórsárbakka Sumarliðabær
17 Villiköttur Top Reiter
18 Valdís Björk Guðmundsdóttir Hervar frá Svignaskarði Hrímnir/Hest.is
19 Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli Hestvit/Árbakki
20 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar/Margrétarhof
21 Arnhildur Helgadóttir Frosti frá Hjarðartúni Hjarðartún

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar