Suðurlandsdeildin Vöðlar / Snilldarverk unnu Suðurlandsdeild SS

  • 22. apríl 2025
  • Fréttir

Myndir: Rebekka Rut Leifsdóttir Söring

Lokakvöld Suðurlandsdeildarinnar fór fram í kvöld.

Keppt var í tölti og skeiði í gegnum höllina. Það voru þónokkrar sviptingar í liðakeppninni í kvöld en fyrir kvöldið var lið Krappa í efsta sæti og lið Vöðla/Snilldarverk í öðru sæti. Eftir gott gengi í töltinu náði lið Vöðla/Snilldarverks að tryggja sér efsta sætið með 301 stig. Knapar í liðinu voru þau Stella Sólveig Pálmarsdóttir, Ásmundur Ernir Snorrason, Ólafur Ásgeirsson (atvinnumenn) og  Åsa Ljungberg, Elín Hrönn Sigurðardóttir og Hannes Brynjar Sigurgeirsson (áhugamenn).

Lið Syðri-Úlfsstaða/Traðaráss varð í öðru sæti með 292,5 stig og í þriðja var Kirkjubær/Strandarhjáleigu með 271,5 stig, en hér fyrir neðan eru heildarniðustöður í liðakeppninni.

Stigahæsti áhugamaðurinn var Þorbjörn Hreinn Matthíasson úr liði Syðri-Úlfsstaða / Traðaráss og stigahæsti atvinnumaðurinn var Ásmundur Ernir Snorrason úr liði Vöðla / Snilldarverks

Heildarstigakeppni Suðurlandsdeildar SS 2025
  1. Vöðlar / Snilldarverk 301
  2. Syðri-Úlfsstaðir / Traðarás 292.5
  3. Kirkjubær / Strandarhjáleiga 271.5
  4. Krappi 269.5
  5. Miðkot / Skeiðvellir 251.5
  6. Svanavatnsborg 249.5
  7. RH endurskoðun 227.5
  8. Mjósyndi – Kolsholt 221
  9. Dýralæknar Sandhólaferju 161.5
  10. Kastalabrekka 157.5
  11. Hydroscand ehf 151

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar