World Tölt hefur verið aflýst
World Tölt í Danmörku hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár. Keppnin hefur farið fram í Óðinsvéum og hefur markað upphaf keppnistímabilsins á meginlandinu.
Vegna dræmrar þátttöku hefur viðburðinum nú verið aflýst en einungist 19 knapar höfðu skráð sig til leiks. 135 miðar höfðu selst á viðburðinn og töldu aðstandendur mótsins ljóst að ekki væri grundvöllur til að halda áfram undirbúningi.