WorldFengur að verða tvítugur!

Það eru næstum 20 ár síðan WorldFengur fór í loftið en það var á HM í Austurríki árið 2001. Alltfrá upphafi hefur WorldFengur verið þróaður til að þjóna þörfum unnenda íslenska hestsins um allan heim. Einnig gegnir WorldFengur sífellt mikilvægara hlutverki fyrir ræktunarlönd íslenska hestsins í FEIF og hefur þróast út í að verða ómissandi tól til að ná alþjóðlegum árangri í ræktun íslenskra hesta víða um heim. Í dag nýta sér tæplega 30.000 manns hinar margvíslegu upplýsingar sem WorldFengur hefur uppá að bjóða um rúmlega 517.000 hross í gegnum félagsáskrift sína.
Ein af lykilpersónum í uppbyggingu og í þróun WorldFengs á síðustu tuttugu árum er án efa fyrrverandi verkefnisstjóri WF, Jón Baldur Lorange, sem lagði niður störf bæði sem verkefnisstjóri og sem meðlimur í stjórn WorldFengs á árinu 2020. Á síðasta aðalfundi FEIF var Jóni Baldur heiðraður með „FEIF Award“ , en það er viðurkenning sem er veitt aðilum fyrir framúrskarandi störf í þágu íslenska hestsins og unnenda þeirra.
Mikil vinna hefur verið lögð í uppbyggingu WorldFengs í hinum ýmsu löndum FEIF. Víðast hvar erlendis eru skráningar hrossa framkvæmdar af áhugasömum sjálfboðaliðum. Það hefur tekið sinn tíma, en segja má að hver einasti dagur skili inn upplýsingum um ný hross í WorldFeng.
Ef þið hafið áhuga á að vita meira um sögu WorldFengs í hinum ýmsu löndum FEIF smellið þá á linkinn https://www.feif.org/breeding-dept/worldfengur/ á heimasíðu FEIF.