WorldRanking gæðingamót

 • 6. júlí 2020
 • Fréttir

Þórdís Inga Pálsdóttir og Kjarval frá Blönduósi á LM2014

Undir eftirliti LH er haldinn heimslisti yfir knapa og hross sem taka þátt í eftirtöldum greinum á löglegum WorldRanking gæðingamótum:

 • A-flokkur
 • B-flokkur
 • A-flokkur ungmenna
 • B-flokkur ungmenna
 • Unglingaflokkur
 • Barnaflokkur

WorldRanking gæðingamót mót þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

Dómarar
Árin 2020 og 2021 þurfa tveir af fimm dómurum að vera með Landsdómararéttindi. Almennt þarf einn þeirra að hafa fasta búsetu í öðru landi en undanþága er veitt fyrir því árið 2020. Listi yfir dómara með gild réttindi má finna á hverjum tíma á heimasíðu GDLH. Úrslitum móta þar sem þessum skilyrðum er ekki fullnægt er hafnað.

Gjaldgengir hestar
Allir hestar sem taka þátt í keppni á WorldRanking móti skulu vera rétt skráðir í WorldFeng. Röðunin sjálf er ekki háð hestinum en einkunnir hestanna munu verða tengdir þeim í Worldfeng.

Umsóknir um WorldRanking gæðingamót
Sækja skal um WorldRanking gæðingamót á til þess gerðu eyðublaði á heimasíðu LH eigi síðar en 15. apríl ár hvert, nema í ár 2020 en þá er hægt að sækja um stuttu fyrir hvert mót
Umsókn um WorldRanking Gæðingamót
Listi yfir öll WorldRanking gæðingamót ársins verður birtur á heimasíðu LH í lok apríl ár hvert.

Skráning á niðurstöðum WorldRanking gæðingamóta
Niðurstöður WorldRanking gæðingamóta skulu berast skrifstofu LH innan þriggja vikna eftir að móti lýkur. Æskilegt er að notast sé við mótakerfið SportFeng.

Röðun á heimslista

 • Röðun í hverri grein er byggð á meðaltali tveggja bestu einkunna knapa. Betri eða jafngóður árangur kemur í stað eldri einkunna.
 • Allur árangur er gildur í tvö ár frá síðasta degi móts þar sem árangur náðist (að sömu dagsetningu tveimur árum seinna en ekki að meðaltalinni)
 • Þar sem röðunin er byggð á áframhaldandi kerfi (árangur gildir í tvö ár) er aldrei nein lokaröðun.
 • Frá þeirri stundu er knapi hefur náð þremur gildum einkunnum í grein, birtist nafn hans á heimslistanum.

Kostnaður

Ákveðið var að taka ekki gjald fyrir að halda WorldRanking gæðingamót árið 2020 en gjald verður ákveðið af stjórn LH fyrir 2021 og verður það kynnt síðar.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<