WR Hólamót Skagfirðings og UMSS byrjaði í dag

  • 19. maí 2023
  • Fréttir
Niðurstöður frá WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings

WR Hólamótið, íþróttamót Skagfirðings og UMSS, hófst í dag og verður um helgina. Keppt var í tölt T1 í dag og er Mette Mannseth með efstu tvo hestana eftir forkeppni. Efst er hún á Hannibal frá Þúfum með 7,83 í einkunn og í öðru sæti á Stöku frá Hólum með 7,50 í einkunn. Freydís Þóra Bergsdóttir varð efst í tölti T1 í ungmennaflokki á Ösp frá Narfastöðum með 6,73 í einkunn og í unglingaflokki var efstur Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal á Gretti frá Hólum með 6,80 í einkunn.

Efstur eftir forkeppni í fimmgangi F1 í meistaraflokki er Bjarni Jónasson á Hörpu Sjöfn frá Hvolsvelli með 7,27 í einkunn. Björg Ingólfsdóttir er efst í ungmennaflokki á Kjuða frá Dýrfinnustöðum með 6,73 og í unglingaflokki var einn keppandi Guðmar Hólm en hann var á Ljúf frá Lækjamóti II og hlutu þeir 6,27 í einkunn. Einn keppandi var jafnframt í fimmgangi F2, 2. flokki, en það var hún Ingunn Norstad á Drösul frá Nautabúi með 6,40 í einkunn.

Vignir Sigurðsson vann gæðingaskeiði á Sigri frá Bessastöðum en þeir hlutu 7,50 í einkunn. Í öðru sæti varð Klara Sveinbjörnsdóttir á Gletti frá Þorkelshóli 2 með 7,33 í einkunn og í þriðja sæti varð Guðmar Freyr Magnússon á Brimari frá Varmadal með 6,54 í einkunn.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður dagsins en keppni hefst kl. 8:30 á morgun.

Tölt T1 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Mette Mannseth Hannibal frá Þúfum 7,83
2 Mette Mannseth Staka frá Hólum 7,50
3-5 Finnbogi Bjarnason Katla frá Ytra-Vallholti 7,27
3-5 Þórarinn Eymundsson Þráinn frá Flagbjarnarholti 7,27
3-5 Magnús Bragi Magnússon Óskadís frá Steinnesi 7,27
6 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 7,13
7 Vignir Sigurðsson Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 7,10
8 Barbara Wenzl Gola frá Tvennu 6,93
9 Elvar Einarsson Muni frá Syðra-Skörðugili 6,90
10 Bjarni Jónasson Sporður frá Gunnarsstöðum 6,83
11 Þorsteinn Björn Einarsson Kórall frá Hofi á Höfðaströnd 6,80
12 Barbara Wenzl Spenna frá Bæ 6,77
13 Klara Sveinbjörnsdóttir Lifri frá Lindarlundi 6,57
14 Lea Christine Busch Kaktus frá Þúfum 6,50
15-16 Fanney O. Gunnarsdóttir Katla frá Brimilsvöllum 6,43
15-16 Guðmar Freyr Magnússon Skúli frá Flugumýri 6,43
17 Líney María Hjálmarsdóttir Eljar frá Gljúfurárholti 6,17
18 Ívar Örn Guðjónsson Losti frá Narfastöðum 5,93
19 Bjarki Fannar Stefánsson Valþór frá Enni 2,87

Tölt T1 – Ungmennaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Freydís Þóra Bergsdóttir Ösp frá Narfastöðum 6,73
2 Auður Karen Auðbjörnsdóttir Gletta frá Hryggstekk 6,50
3 Björg Ingólfsdóttir Brá frá Hildingsbergi 6,07
4 Margrét Jóna Þrastardóttir Grámann frá Grafarkoti 5,73

Tölt T1 – Unglingaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Grettir frá Hólum 6,80
2 Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir Ronja frá Ríp 3 5,83
3 Fjóla Indíana Sólbergsdóttir Straumur frá Víðinesi 1 5,17

Fimmgangur F1 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Bjarni Jónasson Harpa Sjöfn frá Hvolsvelli 7,27
2 Finnbogi Bjarnason Einir frá Enni 7,23
3 Þórarinn Eymundsson Þráinn frá Flagbjarnarholti 7,07
4 Guðmar Freyr Magnússon Snillingur frá Íbishóli 6,97
5 Magnús Bragi Magnússon Rosi frá Berglandi I 6,90
6 Líney María Hjálmarsdóttir Þróttur frá Akrakoti 6,83
7 Mette Mannseth Kalsi frá Þúfum 6,77
8 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Esja frá Miðsitju 6,70
9 Bjarni Jónasson Tónn frá Álftagerði 6,57
10 Þorsteinn Björn Einarsson Rjóður frá Hofi á Höfðaströnd 6,40
11 Bjarki Fannar Stefánsson Vissa frá Jarðbrú 6,30
12 Líney María Hjálmarsdóttir Tími frá Tölthólum 6,27
13 Barbara Wenzl Bylgja frá Bæ 6,23
14-15 Atli Freyr Maríönnuson Svarblá frá Hafsteinsstöðum 6,10
14-15 Ásdís Ósk Elvarsdóttir Skúmur frá Skör 6,10
16 Eva Dögg Pálsdóttir Skutull frá Skálakoti 6,03
17 Dagbjört Skúladóttir Reimar frá Hólum 5,97
18 Friðrik Þór Stefánsson Kvistur frá Reykjavöllum 5,93
19-20 Julian Oliver Titus Juraschek Signý frá Árbæjarhjáleigu II 5,90
19-20 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Hraunsteinn frá Íbishóli 5,90
21 Elvar Einarsson Hlaðgerður frá Brúnagerði 5,83
22 Dagbjört Skúladóttir Þóra Dís frá Auðsholtshjáleigu 5,80
23-24 Líney María Hjálmarsdóttir Hraunar frá Sauðárkróki 5,77
23-24 Vignir Sigurðsson Stjörnusól frá Litlu-Brekku 5,77
25 Teresa Evertsdóttir Sóldís frá Sælukoti 5,53
26 Pernille Wulff Harslund Gormur frá Þúfum 5,50
27 Sóley Þórsdóttir Óskadís frá Kjarnholtum I 5,47
28 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Muggur hinn mikli frá Melabergi 5,40
29 Friðrik Þór Stefánsson Mörk frá Hólum 5,37
30 Anne Röser Auður frá Dalsmynni 4,43
31 Sigríður Vaka Víkingsdóttir Vænting frá Ytri-Skógum 4,37

Fimmgangur F1 – Ungmennaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Björg Ingólfsdóttir Kjuði frá Dýrfinnustöðum 6,73
2 Þórgunnur Þórarinsdóttir Djarfur frá Flatatungu 6,40
3 Björg Ingólfsdóttir Korgur frá Garði 6,33
4 Freydís Þóra Bergsdóttir Burkni frá Narfastöðum 5,87
5 Anna Carina F. Rautenbach Síríus frá Tunguhálsi II 4,90

Fimmgangur F1 – Unglingaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Ljúfur frá Lækjamóti II 6,27

Fimmgangur F2 – Fullorðinsflokkur – 2. flokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Ingunn Norstad Drösull frá Nautabúi  6,40

Gæðingaskeið PP1 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Vignir Sigurðsson Sigur frá Bessastöðum 7,50
2 Klara Sveinbjörnsdóttir Glettir frá Þorkelshóli 2 7,33
3 Guðmar Freyr Magnússon Brimar frá Varmadal 6,54
4 Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson Gjafar frá Hrafnsstöðum 6,21
5 Atli Freyr Maríönnuson Ballerína frá Hveragerði 5,50
6 Sveinbjörn Hjörleifsson Drífa Drottning frá Dalvík 5,50
7 Friðrik Þór Stefánsson Kvistur frá Reykjavöllum 4,67
8 Pernille Wulff Harslund Gormur frá Þúfum 4,58
9 Unnur Sigurpálsdóttir Elva frá Miðsitju 4,50
10 Mette Mannseth Kalsi frá Þúfum 3,25
11 Sveinbjörn Hjörleifsson Prinsessa frá Dalvík 3,25
12 Líney María Hjálmarsdóttir Tími frá Tölthólum 1,83

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar