WR Íþróttamót Sleipnis og fyrstu skeiðleikar Líflands og Eques

Hið geysivinsæla WR Íþróttamót Sleipnis 2025 fer fram dagana 14-18.maí á Brávöllum. Ásamt íþróttamótinu mun Skeiðfélagið hefja skeiðsumarið sem jafnframt verða WR. Íþrótttamótið er opið mót með þeim takmörkunum og hámarksfjölda keppenda í hverri grein að undanskildum skeiðleikunum.
Skráning á íþróttamótið og skeiðleika hefst 1.maí og stendur til 8.maí. Skráning fer í gegnum sportfeng, velja þarf Sleipni sem aðildarfélag.
Skráningargjöld eru 9000 á meistaraflokk og ungmennaflokk.
8500 á 1 og 2. Flokk.
6500 á unglingaflokk og barnaflokk.
8500 á Gæðingaskeið.
Líkt og í fyrra munum við bjóða pollum og pæjum til að koma og sína sig og fer skráning á þeim í gegnum sportfeng. Börn þurfa að vera skráð í félag svo hægt sé að skrá þau.
Allar afskráningar og aðrar fyrirspurnir , eða vandamál með sportfeng skal berast á ithrottamot@sleipnir.is
Skeiðleikar – 150m P3 , 250m P1 , 100m P2 er opið
Hámarksfjöldi skiptist þannig
Meistaraflokkur T1 – 40
Meistaraflokkur T2 – 20
Meistarflokkur V1 – 30
Meistaraflokkur F1 – 30
Meistaraflokkur – Gæðingaskeið PP1 – 20
Ungmannaflokkur T1 – 25
Ungmennaflokkur T2 – 20
Ungmennaflokkur V1 – 25
Ungmennaflokkur F1 – 20
Ungmennaflokkur – Gæðingaskeið – 15
1.flokkur T3 – 20
1.flokkur T4 – 10
1.flokkkur V2 – 25
1.flokkur F2 – 20
1.flokkur – Gæðingaskeið PP1 – 10
2.flokkur T3 – 20
2.flokkur T7 – 10
2.flokkur V2 – 10
2.flokkur F2 – 10
Unglingaflokkur Tölt T3 – 15
Unglingaflokkur Tölt T4 – 10
Unglingaflokkur fjórgangur V2 – 20
Unglingaflokkur Fimmgangur F2 – 15
Barnaflokkur Tölt T3 – 10
Barnaflokkur Tölt T7 – 10
Barnaflokkur Fjórgangur V2 – 10