WR Suðurlandsmót og skeiðleikar í beinni á EiðfaxaTV

WR Suðurlandsmót hefst núna á fimmtudagskvöldið með Skeiðleikum Skeiðfélagsins á Rangárbökkum við Hellu og svo hefjast hringvallagreinar á föstudegi og mótið stendur til sunnudags.
Þegar ráslistar eru skoðaðir má búast við hörku spennandi keppni þar sem reyndir keppnishestar mæta minna reyndum en spennandi hrossum. Allt mótið verður sýnt í beinni útsendingu á EiðfaxaTV.
Skeiðleikarnir hefjast klukkan 19:00 og mótið hefst svo aftur á föstudegi klukkan 12:00. Nánari dagskrá mun birtast á HorseDay appinu á allra næstu klukkutímum.