Yfirlýsing frá stjórn Meistaradeildarinnar

  • 13. mars 2020
  • Fréttir

Í ljósi samkomubanns á Íslandi langar stjórn Meistaradeildar í hestaíþróttum að koma á framfæri eftirfarandi upplýsingum:

Skeiðmót Meistaradeildarinnar verður haldið á morgun, laugardag, þar sem áhorfendur eru mestmegnis í bílum sínum en sýnt verður beint frá mótinu á RÚV. Hestaíþróttin er ekki snerti íþrótt og munu knapar og starfsfólk MD gæta sín til hins ítrasta.

Það sama á við lokamót Meistaradeildarinnar þann 27.mars en það mun fara fram á settum tíma enn engir áhorfendur verða leyfðir á mótinu. Sýnt verður beint frá mótinu á RÚV2.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<