Yngri hliðin – Egill Már Þórsson

  • 30. nóvember 2020
  • Fréttir

Dagskrárliðurinn Hin Hliðin þar sem hestamenn skora á hvorn annan að sýna á sér hina hliðina og svara ýmsum spurningum hefur slegið í gegn á vef Eiðfaxa. Okkur fannst því tilvalið að gera sambærilegan lið en leyfa yngri kynslóðinni að spreyta sig og skora á hvort annað að svara fyrirfram ákveðnum spurningum.

Það er Léttisfélaginn Egill Már Þórsson sem ríður á vaðið fyrir hönd yngri kynslóðarinnar og fór létt með það.

 

Fullt nafn: Egill Már Þórsson

Gælunafn: Egill

Hestamannafélag: Léttir

Skóli: Skóli lífsins

Aldur: 18

Stjörnumerki: Sporðdreki

Samskiptamiðlar: Snapchat, Instagram og Facebook

Uppáhalds drykkur: Vatn flesta daga

Uppáhalds matur: Lambalæri með öllu tilheyrandi

Uppáhalds matsölustaður: Misjafnt eftir dögum

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Næturvaktin

Uppáhalds tónlistarmaður: Tina Turner

Fyndnasti Íslendingurinn: Það er náttúrulega án efa Sigurður Hermannsson nágranni minn.

Uppáhalds ísbúð: Fæ mér aldrei ís

Kringlan eða Smáralind: Já já

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Uhhh fæ mér aldrei ís

Þín fyrirmynd: Það eru svo margir

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Klárlega Arnar Máni

Sætasti sigurinn: Kemur ekki oft til þar sem ég er vanur að enda númer 2

Mestu vonbrigðin: Þegar Bragi frá Skriðu sprakk upp í seinni sprettinum í gæðingaskeiði á íslandsmóti 2019

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: KA

Uppáhalds lið í enska boltanum: Liverpool

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Flugu frá Hrafnagili, frábær gæðingur.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Agnar Þór Magnússon, ungur og efnilegur með framtíðina fyrir sér

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Tvímálalaust Tryggvi Björnsson, hann hefur bara einhvern óútskýranlegan þokka

Uppáhalds hestamaðurinn þinn: Daníel Jónsson

Besti knapi frá upphafi: Árni Björn Pálsson

Besti hestur sem þú hefur prófað: Bastían frá Þóreyjarnúpi og Adrían frá Garðshorni

Uppáhalds staður á Íslandi: Það er ekki flókið, Hörgárdalur.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Loka augunum

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég horfi á einn og einn fótboltaleik ef ég hef ekkert annað að gera

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Flestu

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Fá frí

Vandræðalegasta augnablik: Næsta spurning takk

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Arnar Mána, Eyþór Þorstein og Guðmar Frey. Ekkert viss um að það yrði leiðinlegt

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Einhleypur

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Er svo stapill að það kemur mér aldrei neinn á óvart

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Myndi spyrja Guð af hverju himinninn væri blár

 

Ég skora á Arnar Mána Sigurjónsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar