Yngri hliðin – Signý Sól Snorradóttir
Yngri hliðin hjá Eiðfaxa er efnisliður þar sem við fáum að kynnast betur ungu og áhugasömu hestafólki um allt land. Að þessu sinni ætlar Signý Sól Snorradóttir að sýna á sér hina hliðina en Signý er efnilegur knapi ættuð frá Suðurnesjum þar sem hún stundar hestamennsku af miklum krafti ásamt fjölskyldu sinni.
Fullt nafn: Signý Sól Snorradóttir
Gælunafn: Stundum kölluð Sóla af fjölskyldumeðlimum
Hestamannafélag: Máni
Skóli: Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Aldur: 16 að verða 17
Stjörnumerki: Ljón
Samskiptamiðlar: Instagram, Snapchat og Facebook
Uppáhalds drykkur: Vatn
Uppáhalds matur: Kjúklingasalatið á Langbest
Uppáhalds matsölustaður: Langbest
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Dynasty
Uppáhalds tónlistarmaður: Beyoncé
Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann
Uppáhalds ísbúð: Ísbúð Vesturbæjar
Kringlan eða Smáralind: Smáralind
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, smarties og þrist
Þín fyrirmynd: Systkini mín
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir
Sætasti sigurinn: Íslandsmeistari í 100 m skeiði
Mestu vonbrigðin: Pass
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Keflavík
Uppáhalds lið í enska boltanum: Manchester United
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Bárð frá Melabergi, einstakur hestur á marga vegu
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Eva Hrönn Ásmundsdóttir
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Hulda María Sveinbjörnsdóttir
Uppáhalds hestamaðurinn þinn: Mamma og pabbi
Besti knapi frá upphafi: Jóhann Rúnar Skúlason
Besti hestur sem þú hefur prófað: Bárður frá Melabergi, Spölur frá Njarðvík eða Frægur frá Strandarhöfði. Ekki hægt að gera upp á milli þeirra
Uppáhalds staður á Íslandi: Mánagrund
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: tannbursta
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Stærðfræði
Í hverju varstu bestur/best í skóla: Íslensku
Vandræðalegasta augnablik: Þau er mörg en það nýjasta er þegar ég og góð vinkona mín hún Bergey ákváðum að fara á sama hest í smala og berbakt auðvitað og merin rauk og við flugum af……og Bergey handsleggsbrotnaði
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Gyðu Sveinbjörgu, Huldu Maríu og Bergey Gunnarsdóttur
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er systir Ásmundar Ernis og Jóhönnu Margrétar
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Gústaf Ásgeir Hinriksson
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: myndi spyrja afa minn heitinn hvað gerist þegar maður deyr.
Ég skora á Gyðu Sveinbjörgu Kristinsdóttur