1. deildin í hestaíþróttum 1. Deildin í Spretti

  • 20. janúar 2025
  • Fréttir

Ljósmyndari: Garðar Hólm

Í kvöld var undirritaður samstarfssamningur milli Hestmannafélagsins Spretts og 1. Deildar vegna mótaraðar 2025 sem mun fara fram í Samskipahöllinni. Formaður 1. Deildarinnar, Sigurður Halldór Örnólfsson og formaður Spretts Jónína Björk Vilhjálmsdóttir undirrituð samninginn en viðstaddir voru Sigurbjörn Eiríksson, Sigurbjörn Þormóðsson og Garðar Hólm.

„Vel tókst til í fyrra þegar 1 Deildin var sett af stað og okkur Spretturum hlakkar til að taka á móti deildinni aftur í vetur. Höllin okkar er í toppstandi, nýtt gólf og allt til alls. Sprettur mun taka vel á móti bæði knöpum og hestum“ segir Jónína formaður Spretts.

„Framundan er spennandi keppnistímabil hjá 1.deildinni og fjölmargir nýjir keppendur eru skráðir til leiks“ segir Sigurður formaður 1.deildar

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar