10 hross hlutu úrvalseinkunn fyrir hægt tölt

  • 14. nóvember 2024
  • Fréttir

Nótt frá Tjaldhólum og Teitur Árnason. Ljósmynd: KollaGr

Kynbótaárið gert upp í einstökum eiginleikum

Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er eiginleikinn hægt tölt.

Hægt tölt skal sýnt á 100 metra kafla fyrir miðju brautar. Gæði hæga töltsins er hluti af einkunn fyrir tölt; einkunn fyrir hægt tölt reiknast ekki sérstaklega inn í heildareinkunn heldur er hugsuð til að auka upplýsingagildi dómsins. Hraði á hægu tölti er almennt um 3-4 m/sek en aðeins meiri hraði er leyfður hjá fjögurra og fimm vetra hrossum. Fyrir hinar hærri einkunnir (9,0 eða hærra) þarf hesturinn að geta gengið upp í jafnvægisgott hægt tölt af feti án þess að þurfa til þess langan aðdraganda. Gangskiptingar fet-hægt tölt sem og hægt tölt-fet geta einnig vegið til hækkunar á einkunnum neðar í skalanum

Tíu hross hlutu 9,5 fyrir hægt tölt í ár og öll voru þau dæmd á Íslandi. Yngst þeirra er hestagullið Nótt frá Tjaldhólum sem er einungis fjögurra vetra gömul. Hún hlaut einnig 9,5 fyrir tölt og er því yngsta hrossið til þess að hljóta úrvalseinkunn fyrir bæði hægt tölt og tölt. Hún var sýnd af Teiti Árnasyni en ræktandi hennar er  Guðjón Steinarsson sem er eigandi ásamt Ragnari Rafael Guðjónssyni.

 

Nafn  Uppruni í þgf. Faðir Móðir
Aþena Þjóðólfshaga 1 Skýr frá Skálakoti Arna frá Skipaskaga
Bylgja Barkarstöðum Roði frá Lyngholti Valhöll frá Blesastöðum 1A
Flauta Árbakka Forkur frá Breiðabólstað Flétta frá Árbakka
Hetja Hestkletti Glúmur frá Dallandi Hafdís frá Skeiðvöllum
Hulinn Breiðstöðum Kveikur frá Stangarlæk 1 Díana frá Breiðstöðum
Inda Báru Arion frá Eystra-Fróðholti Blíða frá Flögu
Kriki Krika Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum Þrenning frá Kaldbak
Nótt Tjaldhólum Skarpur frá Kýrholti Sýn frá Árnagerði
Vísir Kagaðarhóli Arður frá Brautarholti Ópera frá Dvergsstöðum
Þórshamar Reykjavík Reginn frá Reykjavík Bót frá Reyðarfirði

Fyrri umfjallanir um 9,5-10 fyrir einstaka eiginleika:

9,5-10 fyrir höfuð

9,5-10 fyrir háls, herðar og bóga

9,5-10 fyrir bak og lend

9,5-10 fyrir samræmi

9,5-10 fyrir fótagerð

9,5-10 fyrir hófa

10,0 fyrir prúðleika

9,5-10 fyrir tölt

9,5-10 fyrir brokk

9,5-10 fyrir skeið

9,5-10 fyrir stökk

9,5-10 fyrir samstarfsvilja

9,5-10 fyrir fegurð í reið

9,5-10 fyrir fet

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar