11 hross hlutu einkunnina 9,5 fyrir höfuð í ár

  • 18. september 2024
  • Fréttir

Leikur frá Borg hlaut 9,5 fyrir höfuð í ár

Kynbótaárið gert upp í einstökum eiginleikum

Nú þegar kynbótasýningum ársins er lokið er gaman að renna yfir “níufimmur og tíur ársins” í einstökum eiginleikum. Fyrsti eiginleikinn sem við tökum fyrir hér á vef Eiðaxa er höfuð. Alls hlutu 11 hross einkunnina 9,5 fyrir höfuð í ár en ekkert hross hlaut einkunnina 10,0 fyrir höfuð í ár.

Í þessum eiginleika er gerð, lögun og hlutfallsleg stærð höfuðsins metin, þ.m.t. neflínan og dýpt/þykkt kjálkanna og hversu skarpt höfuðið er. Þá er svipur hestsins, stærð og umgjörð augna, eyrnastaða og gerð eyrnanna metin. Einnig stærð nasanna og lengd munnvika.

Hross með 9,5 fyrir höfuð

Nafn Uppruni í þgf. Faðir Móðir
Mynd Axenberg Gígjar frá Auðsholtshjáleigu Þruma von Axenberg
Berlín Barkarstöðum Skýr frá Skálakoti Sigríður frá Feti
Leikur Borg Ljósvaki frá Valstrýtu Leikdís frá Borg
Sóldögg Fákshólum Skýr frá Skálakoti Ímynd frá Steinsholti
Húni Ragnheiðarstöðum Álfakettur frá Syðri-Gegnishólum Hending frá Úlfsstöðum
Hetja Ragnheiðarstöðum Þráinn frá Flagbjarnarholti Hending frá Úlfsstöðum
Dama Hjarðartúni Skýr frá Skálakoti Dögg frá Breiðholti
Þruma Þóroddsstöðum Sægrímur frá Bergi Fjöður frá Þóroddsstöðum
Logi Svignaskarði Ísak frá Þjórsárbakka Kveikja frá Svignaskarði
Klukka Þúfum Hróður frá Refsstöðum List frá Þúfum
Óskar Kolneset Óðinn vom Habichtswald Saga fra Kolneset

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar