Tvö hross hlutu 10 fyrir samstarfsvilja
Nú þegar kynbótasýningum árið 2022 er lokið þá er gaman að renna yfir níufimmur og tíur ársins í einstökum eiginleikum. Næsti eiginleiki sem við tökum fyrir hér á vef Eiðfaxa er samstarfsvilji.
Tvö hross hlutu 10 fyrir samstarfsvilja á árinu en það eru þau Sindri frá Hjarðartúni og Lýdía frá Eystri-Hól.
Sindri hlaut 10 fyrir samstarfsvilja á Landsmótinu en hann hlaut einnig 10 fyrir brokk og skeið. Það var Hans Þór Hilmarsson sem sýndi hann. Sindri er sjö vetra undan Stála frá Kjarri og Dögun frá Hjarðartúni. Ræktandi er Óskar Eyjólfsson en eigendur eru þau Bjarni Elvar Pétursson og Kristín Heimisdóttir.
Lýdía hlaut 10 fyrir samstarfsvilja á vorsýningu í Hafnarfirði en hún hlaut einnig 9,5 fyrir tölt, brokk, hægt tölt og fegurð í reið á þessari sömu sýningu. Það var Árni Björn Pálsson sem sýndi hryssuna en ræktandi hennar er Hestar ehf. og eigendur eru Anja Egger-Meier og Kronshof GbR.
28 hross hlutu 9,5 fyrir samstarfsvilja á árinu og öll voru þau sýnd hér á landi.
Listi yfir þau hross sem hlutu 9,5 fyrir samstarfsvilja.
Nafn | Uppruni í þgf. | Sýnandi |
Gjöf | Hofi á Höfðaströnd | Þórarinn Eymundsson |
Nótt | Miklaholti | Árni Björn Pálsson |
Viðar | Skör | Helga Una Björnsdóttir |
Rjúpa | Þjórsárbakka | Teitur Árnason |
Telma | Árbakka | Hinrik Bragason |
Hannibal | Þúfum | Mette Camilla Moe Mannseth |
Skarpur | Kýrholti | Jakob Svavar Sigurðsson |
Sindri | Hjarðartúni | Hans Þór Hilmarsson |
Draumur | Feti | Ólafur Andri Guðmundsson |
Eljar | Gljúfurárholti | Jakob Svavar Sigurðsson |
Álfamær | Prestsbæ | Árni Björn Pálsson |
Ísdís | Árdal | Ragnhildur Haraldsdóttir |
Hreyfing | Akureyri | Þórarinn Eymundsson |
Lýdía | Eystri-Hól | Árni Björn Pálsson |
Kastanía | Kvistum | Árni Björn Pálsson |
Dússý | Vakurstöðum | Teitur Árnason |
Auðlind | Þjórsárbakka | Teitur Árnason |
Aldís | Árheimum | Sigursteinn Sumarliðason |
Dagmar | Hjarðartúni | Hans Þór Hilmarsson |
Sólfaxi | Herríðarhóli | Árni Björn Pálsson |
Sögn | Skipaskaga | Helga Una Björnsdóttir |
Elding | Hrímnisholti | Benjamín Sandur Ingólfsson |
Dís | Ytra-Vallholti | Bjarni Jónasson |
Staka | Hólum | Mette Camilla Moe Mannseth |
Vala | Hjarðartúni | Arnhildur Helgadóttir |
Salka | Efri-Brú | Árni Björn Pálsson |
Fróði | Flugumýri | Eyrún Ýr Pálsdóttir |
Hringsjá | Enni | Teitur Árnason |