Framtíðarstjörnur í fimmgangi

  • 20. desember 2023
  • Fréttir

Glódís og Salka frá Efri-Brú í keppni á HM Ljósmynd: Bert Collet

Stöðulistar ársins

Keppnisárinu á Íslandi sem og víðast annars staðar er nú lokið og allir mótshaldarar ættu að vera búnir að skila inn niðurstöðum. Þá er gaman að skoða stöðulista ársins í mismunandi greinum og það er það sem Eiðfaxi hefur verið að gera á síðustu vikum.

Efst á stöðulista ársins í fimmgangi (F1) í ungmennaflokki er Glódís Rún Sigurðardóttir á Sölku frá Efri-Brú með einkunnina 7,30. Þær urðu heimsmeistarar í þeirri grein á HM með yfirburðum. Annar á stöðulistanum er Arnar Máni Sigurjónsson á Flugu frá Lækjamkóti með 7,oo og þriðja er Katla Sif Snorradóttir á Gimsteini frá Víðinesi 1 með 6,83.

Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal og Matthías Sigurðsson er eftir á stöðulista í fimmgangi (F2) unglinga báðar með einkunnina 6,90. Athygli vekur að báðir eiga þeir fleiri en einn hest á lista þeirra efstu, Matthías fjóra hesta og Guðmar tvo auk þess er Sara Dís Snorradóttir með tvo hesta á meðal þeirra efstu í unglingaflokki.

Sjá má fimmtán efstu knapa í þessum greinum hér fyrir neðan.

Fimmgangur F1 – Ungmennaflokkur
# Knapi Hross Einkunn
1 Glódís Rún Sigurðardóttir Salka frá Efri-Brú 7,30
2 Arnar Máni Sigurjónsson Fluga frá Lækjamóti 7,00
3 Katla Sif Snorradóttir Gimsteinn frá Víðinesi 1 6,83
4 Kristófer Darri Sigurðsson Ás frá Kirkjubæ 6,80
5 Þórey Þula Helgadóttir Kjalar frá Hvammi I 6,77
6 Björg Ingólfsdóttir Kjuði frá Dýrfinnustöðum 6,73
7 Egill Már Þórsson Kjalar frá Ytra-Vallholti 6,70
8 Védís Huld Sigurðardóttir Heba frá Íbishóli 6,70
9 Þorvaldur Logi Einarsson Skálmöld frá Miðfelli 2 6,67
10 Matthías Sigurðsson Hljómur frá Ólafsbergi 6,67
11 Þórgunnur Þórarinsdóttir Djarfur frá Flatatungu 6,67
12 Unnsteinn Reynisson Hrappur frá Breiðholti í Flóa 6,63
13 Jón Ársæll Bergmann Rosi frá Berglandi I 6,60
14 Sigurður Baldur Ríkharðsson Myrkvi frá Traðarlandi 6,60
15 Benedikt Ólafsson Tobías frá Svarfholti 6,57
16 Benedikt Ólafsson Þoka frá Ólafshaga 6,57
Fimmgangur F3 – Unglingaflokkur
# Knapi Hross Einkunn
1 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Sindri frá Lækjamóti II 6,90
2 Matthías Sigurðsson Hlekkur frá Saurbæ 6,90
3 Embla Lind Ragnarsdóttir Mánadís frá Litla-Dal 6,73
4 Sara Dís Snorradóttir Taktur frá Hrísdal 6,67
5 Ragnar Snær Viðarsson Eldur frá Mið-Fossum 6,57
6 Fanndís Helgadóttir Sproti frá Vesturkoti 6,57
7 Sara Dís Snorradóttir Djarfur frá Litla-Hofi 6,53
8 Herdís Björg Jóhannsdóttir Skorri frá Vöðlum 6,53
9 Matthías Sigurðsson Vigur frá Kjóastöðum 3 6,43
10 Matthías Sigurðsson Hljómur frá Ólafsbergi 6,40
11 Kolbrún Sif Sindradóttir Styrkur frá Skagaströnd 6,40
12 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Elsa frá Skógskoti 6,37
13 Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal Ljúfur frá Lækjamóti II 6,37
14 Matthías Sigurðsson Díva frá Árbæ 6,33
15 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Þytur frá Stykkishólmi 6,33

 

Stöðulistinn er birtur með fyrirvara um að öll félög hafi skilað inn niðurstöðum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar