Æskulýðsstarf í Geysi á grænni grein

  • 23. janúar 2024
  • Fréttir

Alma Gulla Matthíasdóttir formaður æskulýðsnefndar í pontu

Uppskeruhátíð barna og unglinga hjá Hestamannafélaginu Geysi fór fram í Hvolnum á Hvolsvelli þann 21. janúar.

Í fréttatilkynningu á facebook síðu Geysis kemur fram að þar voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á árinu og afreksbikarar veittir. Hestamannafélagið Geysir býr vel að því að í félaginu er gríðarlega gróskumikið æskulýðsstarf og skapast það ekki síst af frábærri ástundun barna- og unglinga.

Þrír knapar úr Geysi náðu þeim frábæra árangri að verða heimsmeistarar á árinu þau Elvar Þormasson, Jón Ársæll Bergmann og Sara Sigurbjörnsdóttir. Þau mættu og sögðu frá sinni vegferð að titlinum.

Eftirfarandi verðlaun voru veitt:

Barnaflokkur

Nýliði ársins – Verðlaun veitt fyrir frábæran árangur á fyrsta ári í barnaflokki.

Viktoría Huld Hannesdóttir nýliði ársins í barnaflokki

 

Elimar Elvarsson hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur á stórmóti eftir sigur á Fjórðungsmóti

Róbert Darri Edwardsson hlaut árangurs og Hvatningarverðlaun – Veitt fyrir frábæran keppnisárangur á árinu.

 

Eyvör Vaka Guðmundsdóttir hlaut afreksbikar Barna – Barn ársins. Veittur fyrir bestan árangur í barnaflokki 2023

 

Unglingaflokkur

Verðlaun veitt fyrir framúrskarandi árangur á stórmóti. Dagur Sigurðarsson – Íslandsmeistari í 100m skeiði unglinga en hann hlaut einnig Afreksbikar Unglinga – sem er veittur fyrir besta árangur í unglingaflokki 2023 – Unglingur ársins. Dagur Sigurðarsson

 

Elísabet Líf Sigvaldadóttir og Lilja Dögg Ágústsdóttir hlutu Árangurs og Hvatningarverðlaun – veitt fyrir frábæran árangur í keppni á árinu.

 

Tilnefningar í barnaflokki auk formanns Æskulýðsnefndar og formanns Geysis f.v. Alma Gulla Matthíasdóttir formaður Æskulýðsnefndar, Viktoría Huld Hannesdóttir, Róbert Darri Edwardsson, Fríða Hildur Steinarsdóttir, Elimar Elvarsson, Hákon Þór Kristinsson, Eyvör Vaka Guðmundsdóttir, Linda Guðbjörg Friðriksdóttir, Jakob Freyr Maagaard Ólafsson og Eiríkur Vilhelm Sigurðarson formaður Geysis.

 

Tilnefndir í unglingaflokki ásamt Ölmu Gullu Matthíasdóttur formanni Æskulýðsnefndar og Eiríkur Vilhelm formanni Geysis. F.v. Alma Gulla, Steinunn Lilja Guðnadóttir, Elísabet Vaka Guðmundsdóttir, Lilja Dögg Ágústsdóttir, Elísabet Líf Sigvaldadóttir, Dagur Sigurðsson, Eik Elvarsdóttir og Eiríkur Vilhelm formaður Geysis.

 

Myndir sem fylgja eru fengnar af facebook síðu Geysis.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar