Norðurlandamót Norðurlandamótið hefst eftir sex mánuði

  • 12. febrúar 2024
  • Fréttir
Norðurlandamótið fer fram í Herning dagana 8. til 11. ágúst.

Mótið stendur yfir dagana 8.-11. ágúst í Herning í Danmörku. Þar munum við fá að sjá bestu hesta Norðurlandanna keppa í íþrótta og gæðingakeppni. Keppnissvæðið í Herning er marglofað og er ekki við öðru að búast en að þar muni hver stórsýningin reka aðra. Á svæðinu verður spennandi markaðstorg, veitingasölur, leikvöllur fyrir börn auk þess sem á dagskráin eru fræðsluerindi, tónlistar atriði og fleira. Miðasala er hafin og fá þeir sem tryggja sér miða í tíma góðan afslátt. Miðinn veitir aðgang að öllu svæðinu fyrir utan hesthúsin. Umhverfi mótsins er með besta móti og stutt í ýmsa þjónustu þar með talið Legoland og Lalandia.

Dómarar mótsins eru:

Gæðingakeppni

Yfirdómari: Valdimar M. Ólafsson frá Íslandi.

Stefán Ágústsson frá Íslandi.
Mathilde Hjort frá Noregi.
Nina Bergholt frá Svíþjóð.
Amalie Haubo-San Pedro frá Danmörku.

Íþróttakeppni:

Yfirdómari: Stefan Hackauf frá Þýskalandi.

Dómarar valdir af þátttökuþjóðunum

Peter Häggberg frá Svíþjóð.
Anna Andersen frá Finnlandi
Rune Svendsen frá Noregi.
Lise Galskov frá Danmörku.
Malin Elmgren frá Svíþjóð valin af Færeyjum.
Halldór Gunnar Victorsson frá Íslandi,

Dómarar valdir af skipuleggjendum

Sigríður Pétursdóttir frá Íslandi.
Birgit Quasnitschka frá Þýskalandi.
Lise Brouér frá Danmörku.
Andreas Windsio frá Þýskalandi.

Nælu þér í miða á afslætti til 1. mars HÉR.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar