Landsmót 2024 Tölt-Meistari Jakob

  • 7. júlí 2024
  • Fréttir
Niðurstöður úr A úrslitum í tölti á Landsmóti

Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við Landsmótsgesti í dag og hefur stemming í Víðidalnum verið eftir því. Frábær dagur sem endaði á töltveislu í kvöldsólinni en talið er að um 10.000 manns hafi verið á svæðinu.

Árni Björn Pálsson kom efstur inn í úrslitin á Kastaníu frá Kvistum. Jakob Svavar var samt greinilega mættur til leiks og eftir hæga töltið voru hann og Skarpur frá Kýrholti efstir með 9,33 í einkunn. Þeir héldu forustunni allt til enda og unnu töltið með 9,39 í einkunn.

Árni Björn og Kastanía enduðu í 2. sæti og í þriðja var sigurvegari B úrslitanna Gústaf Ásgeir Hinriksson á Össu frá Miðhúsum.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr a úrslitunum. Morgundagurinn hefst á A úrslitum í slaktaumatölti kl. 10:00

 

Nr. 1
Jakob Svavar Sigurðsson – Dreyri –  Skarpur frá Kýrholti – 9,39
Hægt tölt 9,00 9,50 9,50 9,00 9,50 = 9,33
Tölt með hraðamun 9,00 9,00 9,50 9,50 9,50 = 9,33
Greitt tölt 9,50 9,50 9,50 9,50 10,00 = 9,50

Nr. 2
Árni Björn Pálsson – Fákur – Kastanía frá Kvistum – 9,06
Hægt tölt 9,00 9,50 9,00 9,50 9,00 = 9,17
Tölt með hraðamun 9,00 9,00 8,50 9,00 9,00 = 9,00
Greitt tölt 9,00 9,00 9,00 8,50 9,00 = 9,00

Nr. 3
Gústaf Ásgeir Hinriksson – Geysir – Assa frá Miðhúsum – 8,72
Hægt tölt 8,50 9,00 9,00 8,50 8,50 = 8,67
Tölt með hraðamun 8,50 8,50 9,00 8,50 9,00 = 8,67
Greitt tölt 8,50 9,00 9,00 8,50 9,00 = 8,83

Nr. 4
Teitur Árnason – Fákur – Fjalar frá Vakurstöðum – 8,44
Hægt tölt 8,00 8,50 8,50 8,00 8,50 = 8,33
Tölt með hraðamun 8,00 8,50 8,50 8,50 8,50 = 8,50
Greitt tölt 8,50 8,50 8,50 8,50 8,50 = 8,50

Nr. 5
Mette Mannseth – Skagfirðingur – Hannibal frá Þúfum – 8,28
Hægt tölt 8,50 8,50 8,50 8,00 9,00 = 8,50
Tölt með hraðamun 8,00 8,00 8,00 8,00 8,50 = 8,00
Greitt tölt 8,50 8,00 8,50 8,00 9,00 = 8,33

Nr. 6
Páll Bragi Hólmarsson – Jökull – Vísir frá Kagaðarhóli – 8,06
Hægt tölt 8,50 8,50 8,50 9,00 9,00 = 8,67
Tölt með hraðamun 7,50 8,00 7,50 7,50 8,00 = 7,67
Greitt tölt 7,50 8,00 7,50 8,00 8,00 = 7,83

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar