Jakob Íslandsmeistari í slaktaumatölti
Það voru nokkrar sviptingar í A úrslitunum í slaktaumatölti í meistaraflokki. Skeifur duttu undan og einhverjir lentu í brasi á slaka taumnum og varð því nokkur breyting á röðun.
Jakob Svavar Sigurðsson og Hrefna frá Fákshólum sigldu þetta örugglega og lönduðu Íslandsmeistaratitlinum með 8,38 í einkunn.
Í öðru sæti varð Ásmundur Ernir Snorrason og Hlökk frá Strandarhöfði en þau eru Íslandsmeistarar í samanlögðum fjórgangsgreinum og í þriðja varð Teitur Árnason á Úlf frá Hrafnagili með 7,88 í einkunn.
Hér fyrir neðan eru sundurliðaðar einkunnir úr A úrslitunum.
Nr. 1
Knapi: Jakob Svavar Sigurðsson – Dreyri – Hrefna frá Fákshólum – 8,38
Tölt frjáls hraði 9,00 8,00 8,00 9,00 8,50 8,50
Hægt tölt 8,00 8,00 7,50 9,00 8,00 8,00
Tölt með slakan taum 8,50 8,50 7,50 8,50 8,50 8,50
Nr. 2
Knapi: Ásmundur Ernir Snorrason – Geysir – Hlökk frá Strandarhöfði – 8,08
Tölt frjáls hraði 10,00 9,00 9,50 9,00 9,00 9,17
Hægt tölt 9,50 9,50 9,00 9,50 9,50 9,50
Tölt með slakan taum 6,50 7,50 6,50 7,00 7,00 6,83
Nr. 3
Knapi: Teitur Árnason – Fákur – Úlfur frá Hrafnagili – 7,88
Tölt frjáls hraði 8,50 8,00 8,00 8,00 8,00 8,00
Hægt tölt 7,50 7,50 7,50 8,00 7,50 7,50
Tölt með slakan taum 8,00 8,00 8,00 7,00 8,50 8,00
Nr. 4
Knapi: Viðar Ingólfsson – Fákur – Þormar frá Neðri-Hrepp – 5,54
Tölt frjáls hraði 9,00 8,50 9,00 8,50 8,50 8,67
Hægt tölt 8,00 7,50 8,00 8,50 8,50 8,17
Tölt með slakan taum 2,00 0,00 3,00 3,00 3,00 2,67
Nr. 5
Knapi: Guðmunda Ellen Sigurðardóttir – Sleipnir – Flaumur frá Fákshólum 4,21
Tölt frjáls hraði 8,50 8,00 8,50 8,50 8,50 8,50
Hægt tölt 8,00 8,50 8,50 8,50 8,00 8,33
Tölt með slakan taum 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00
Nr. 6
Knapi: Ólafur Andri Guðmundsson – Geysir – Draumur frá Feti – 0,00
Tölt frjáls hraði 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00
Hægt tölt 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00
Tölt með slakan taum 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00