Landsamband hestamanna Harmar það hvað umsóknin hefur dregist

  • 7. september 2024
  • Fréttir
Röð mistaka urðu til þess að heimsmet Konráðs Vals hefur ekki fengist staðfest

„Það er miður hvað staðfesting á heimsmetinu hefur dregist og koma þar fyrir fleiri en ein mistök í málinu“ Segir Berglind Karlsdóttir framkvæmdarstjóri LH í samskiptum við Eiðfaxa. En frétt birtist á vef Eiðfaxa fyrr í dag þess efnis að ekkert bólaði á staðfestingu á heimsmeti Konráð Vals og Kjarks frá Árbæjarhjáleigu.

Metið var sett á Íslandsmótinu í hestaíþróttum sem fram fór í Víðidalnum í Reykjavík þann 25.-27.júlí en þá bætti Konráð Valur ríkjandi heimsmet í 150 metra skeiði. Afgreiðsla á síðasta heimsmeti tók tvo daga og því var ekki óeðlilegt, að mati blaðmanns Eiðfaxa, að vekja athygli á málinu.

„Í fyrsta lagi barst umsókn frá mótsshöldurum einni viku eftir að hlaupið fór fram og í öðru lagi lá umsóknin hjá skrifstofu LH í tvær vikur fyrir mistök mín og í þriðja lagi að þá hefur umsóknin legið nú í tvær vikur hjá FEIF, sem hafði svo í kjölfarið athugasemdir við umsóknina og þótti vanta frekari gögn til að geta afgreitt málið. Þær upplýsingar bárust hins vegar ekki til LH fyrr en í gær. Tveir aðilar sem hafa með málið að gera hjá FEIF höfðu ætlað hvort öðru að senda á LH ósk um frekari gögn.“ Segir Berglind og bætir því við að hún harmi hvernig meðferð málsins hafi farið og að það sé sannarlega vilji allra hjá LH, skrifstofu og stjórnar að umsóknin verði afgreidd sem fyrst og að metið fáist staðfest.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar