PubQuiz í Rangárhöllinni
„Hinn eini sanni Hjörvar Ágústsson ætlar að stýra leiknum af alkunnri snilld og lofum við góðri stemningu og frábærum vinningum. Hvetjum Geysisfélaga og aðra til að fjölmenna og eiga skemmtilega kvöldstund saman í Rangárhöllinni. Boðið verður upp á kaffi og gos en fólk getur mætt með annað ef það vill,“ segir í tilkynningu frá Geysi.