Tilnefningar til knapaverðlauna 2024

  • 3. október 2024
  • Fréttir

Vverðlaunagripurinn sem afhentur verður á Uppskeruhátíðinni. Hann er sérhannaður af Inga í Sign og ber heitið Eldur.

Knapar ársins verða heiðraðir á Uppskeruhátíð hestamanna

Laugardaginn 12. október 2024 mun Landssamband hestamannafélaga og deild hrossbænda innan BÍ leiða saman hesta sína og halda sameiginlega uppskeruhátíð. Hátíðin mun fara fram í Gullhömrum en m.a. á dagskránni eru verðlauna afhendingar fyrir knapa og ræktendur.

Tilnefningar valnefndar LH til knapaverðlauna og fyrir keppnishestabú ársins 2024 liggja nú fyrir og eru þær listaðar hér fyrir neðan.

Miðasala á Uppskeruhátíðina fer fram á heimasíðu LH en verð á hátíðina er 14.900 kr.

Verðlaunagripurinn sem afhentur verður á Uppskeruhátíðinni ber nafnið Eldur og er hannaður af Inga í Sign. ,,Gripurinn Eldur stendur á bryggjuborði sem táknar það þegar lagt er af stað úr höfn hvort sem það er í ræktun, þjálfun eða keppni þar til úrslitin eru ráðin og sigurinn er í höfn. Hesturinn er úr kopar, táknar eldinn sem er einn af frumkröftum náttúrunnar og ekki síst okkar Íslendinga. Þar sem allt logar undir landi okkar, brennur einnig eldur innra með okkur. Sá eldur er það sem drífur okkur áfram og veitir okkur elju og dugnað sem þarf til að ná settu marki. Stálið í gripnum er tákn þess styrks sem þarf til að ná markmiði hvort sem styrkurinn er líkamlegur eða andlegur. Gyllta skeifan, sem táknar þá gæfu sem til þarf að allt gangi upp og gyllti liturinn endurspeglar að sigurinn er kominn í höfn. Það er okkur gleði og heiður að hanna þennan grip.“

Íþróttaknapi ársins

  • Árni Björn Pálsson
  • Ásmundur Ernir Snorrason
  • Guðmunda Ellen Sigurðardóttir
  • Hans Þór Hilmarsson
  • Jakob Svavar Sigurðsson

Skeiðknapi ársins

  • Daníel Gunnarsson
  • Ingibergur Árnason
  • Konráð Valur Sveinsson
  • Sigursteinn Sumarliðason
  • Þórarinn Ragnarsson

Gæðingaknapi ársins

  • Árni Björn Pálsson
  • Eyrún Ýr Pálsdóttir
  • Hanna Rún Ingibergsdóttir
  • Helgi Þór Guðjónsson
  • Sigurður Vignir Matthíasson

Efnilegasti knapi ársins

  • Guðný Dís Jónsdóttir
  • Guðmar Hólm Ísólfsson
  • Kristján Árni Birgisson
  • Matthías Sigurðsson
  • Védís Huld Sigurðardóttir
  • Þórgunnur Þórarinsdóttir

Keppnishestabú ársins

  • Fet
  • Garðshorn á Þelamörk
  • Kagaðarhóll
  • Kirkjubær
  • Vorsabær II

Knapi ársins

Allir tilnefndir knapar í fullorðinsflokkum koma til greina sem „Knapi ársins 2024“

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar