Landsamband hestamanna Undirritun samninga um Landsmót 2028 og 2030

  • 23. október 2024
  • Fréttir

Guðni Halldórsson, Hákon Hákonarson, Gústav Ásbjörnsson og Sóley Margeirsdóttir

Stjórn LM ehf. hefur gengið frá samningi við mótshaldara landsmóta 2028 og 2030 um mótahaldið.

Landsmót 2028 verður haldið á Rangárbökkum dagana 3. til 9. júlí og Landsmót 2030 verður haldið á Félagssvæði Fáks Reykjavík dagana 1. til 7. júlí 2030.

Það voru þeir Hákon Hákonarson formaður LMehf. og Guðni Halldórsson varamaður í LM ehf. sem undirrituðu samninginn f.h. LMehf. og Gústaf Ásbjörnsson stjórnarformaður Rangárbakka ehf. og Sóley Margeirsdóttir stjórnarkona í Rangárbökkum ehf. og Hjörtur Bergstað formaður Fáks f.h. mótshaldara.

 

Síðustu tvö landsmót sem haldin voru á þessum tveimur svæðum, voru bæði ákaflega vel heppnuð, vel skipulögð og aðsókn með besta móti. Á báðum stöðum er mikil og góð reynsla af því að halda Landsmót og getum við hestamenn því farið að hlakka til næstu Landsmóta.

 

Þess má geta að næsta landsmót verður haldið af Hestamannafélaginu Skagfirðingi á Hólum sumarið 2026.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar