Endurmenntun reiðkennara 2025 með Mette Moe Mannseth
Helgina 9.-11.janúar 2025 verður haldin endurmenntunar helgi fyrir starfandi reiðkennara. Námskeiðið verður haldið í hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Kennari helgarinnar verður Mette Moe Mannseth og verður þemað mismunandi nálgun í reiðkennslu.
Helgin hefst á föstudags kvöldinu með fyrirlestri.
Þetta námskeið mun gilda sem símenntunarnámskeið LH og FEIF og uppfyllir þær kröfur FEIF til þess að reiðkennarar geta haldið skráningu sinni á reiðkennaralista FEIF (Matrix list).
Nánari dagskrá og skráning verður auglýst síðar. Endilega takið helgina
frá!