„Býr yfir frábærum eiginleikum og er í rauninni ótrúlegur hestur“

  • 5. desember 2024
  • Fréttir

Sigurður Vignir fagnar sigri í B-flokki á Landsmótinu í sumar

Gripið niður í Árbók Eiðfaxa

Starfsfólk Eiðfaxa vinnur nú hörðum höndum að útgáfu Árbókar Eiðfaxa sem er 300 blaðsíðna rit sem kemur út í lok árs. Þar er farið yfir kynbóta og keppnisárið í máli og myndum. Þar er m.a. að finna viðtöl við þá knapa sem hlutu útnefningar í ár auk ræktenda og umfjallanna um 10 efstu hross ársins í hverjum aldursflokki kynbótadóma.

Við grípum hér niður í viðtal við Sigurð Vigni Matthíasson, gæðingaknapa ársins. Hann reið Safír frá Mosfellsbæ til sigurs í B-flokki en með því komst hann í hóp með nafna sínum Sigurði Sigurðarsyni því þeir eru einu tveir knaparnir sem hafa unnið B-flokk oftar en einu sinni. Sigurður Sigurðarson þrisvar og nú Sigurður Vignir tvisvar sinnum því hann reið Kjarki fra Egilsstaðabæ til sigurs í B-flokki á Landsmóti árið 2002.
„Til þess að vinna B-flokk á Landsmóti þarf auðvitað af hafa rétta hestinn og góða umgjörð í kingum sig. Ég hafði tilfinningu fyrir því að Safír gæti unnið þetta afrek, hann býr yfir frábærum eiginleikum og er í rauninni ótrúlegur hestur. Hann er svo fjölhæfur og hentar í mörg hlutverk hvort sem að það er að fara í besta reiðtúr dagsins, vera í fremstu röð í keppni eða þá að 11 ára dóttir mín fari á bak honum og njóti sín. Þetta er hestur sem þú setur inn í mörg hlutverk og þau henta honum öll.“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar