Endurmenntun reiðkennara með Mette Mannseth

  • 22. desember 2024
  • Tilkynning

Mette og Kalsi frá Þúfum á Fjórðungsmóti í Borgarnesi árið 2021

Skráning hófst klukkan 17:00 laugardaginn 21.desember (í gær) á endurmenntun reiðkennara með Mette Mannseth!

Námskeiðið er ætlað starfandi reiðkennurum og er markmiðið að stuðla að faglegri nálgun í reiðkennslu, auka samstöðu meðal reiðkennara og fá innblástur í mismunandi nálganir og aðferðir.

 Námskeiðið er haldið í Hestamannafélaginu Herði Mosfellsbæ dagana 10.-12.janúar. Dagskráin hefst á föstudeginum klukkan 20:00 á fyrirlestri. Á laugardeginum og sunnudeginum stendur dagskrá frá 09:00-17:00 með hádegishléi þar sem boðið verður upp á að kaupa veitingar.

Boðið verður upp á að skrá sig sem áhorfandi en einnig sem knapi. Knapar sitja námskeiðið en mæta einnig í 1-2x reiðtíma með eigin hest þar sem ræddar eru kennsluaðferðir.

Námskeiðið gildir sem 20 einingar fyrir símenntun reiðkennara en þess m geta að reiðkennarar þurfa að taka 16 einingar á þriggja ára tímabili til að vera skráður á reiðkennaralista FEIF (FEIF MATRIX)

Verð fyrir að sitja námskeiðið: 20.000kr

Verð fyrir námskeið og einn reiðtíma: 27.500kr (6 pláss laus)

Verð fyrir námskeið og tvo reiðtíma: 35.000kr (4 pláss laus)

Markmiðið er að sjá mismunandi knapa, hesta og verkefni! Hvetjum alla

reiðkennara til að skrá sig og taka þátt í þessari skemmtilegu helgi með okkur!

Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar