Lið Austfirska Þríeykisins í Áhugamannadeild Norðurlands
Áhugamannadeild Norðurlands hefur göngu sína nú í vetur en deildin er ætluð áhugafólki í hestamennsku. Keppt er í tveimur styrkleikaflokkum og verða keppniskvöldin þrjú þar sem keppt verður í fjórgangi, fimmgangi og tölti.
Við hjá Eiðfaxa ætlum að gera deildinni góð skil á miðlum okkar og verða beinar útsendingar frá öllum keppnisgreinum.
Þriðja lið sem kynnt er til leiks í Áhugamannadeild Norðurlands árið 2025 er Austfirska þríeykið en það lið er samansett af þrennum hjónum á Fljótsdalshéraði.
Meira keppnisvanir áhugamenn:
Einar Kristján Eysteinsson, Tjarnarlandi
Ragnar Magnússon, Skriðufelli
Einar Ben Þorsteinsson, Stormi
Minna keppnisvanir áhugamenn:
Sigrún Júnía Magnúsdóttir, Tjarnarlandi
Stefanía Malen Stefánsdóttir, Skriðufelli
Melanie Hallbach, Stormi
Liðsstjóri er Einar Ben Þorsteinsson