Meistaradeild Ungmenna og Top Reiter 2023 Guðný Dís vann fjórganginn í Meistaradeild ungmenna

  • 2. febrúar 2025
  • Fréttir
Lið Miðás með full hús stiga

Fyrsta mótið í Meistaradeild Ungmenna fór fram í dag í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli þegar keppt var í fjórgangi. Mótið átti upphaflega að fara fram á föstudagskvöldið en var frestað vegna veðurs. Alls tóku 48 knapar þátt úr þeim þrettán liðum sem taka þátt í deildinni.

Miðás með fullt hús stiga

Guðný Dís Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ II var efst að lokinni forkeppni með 6,90 í einkunn og hélt hún þeirri forystu í A-úrslitunum og stóð uppi sem sigurvegari með 7,20 í aðaleinkunn. Hún keppir fyrir lið Miðásar en hún ásamt liðsfélögum sínum áttu frábæran dag og röðuðu knapar þess sér í fjögur efstu sætin og náðu því í fullt hús stiga í liðakeppninni. Þetta eru auk Guðnýjar þær Eva Kærnested sem varð í öðru sæti á Styrk frá Skák með 7,03 í einkunn, Herdís Björg Jóhannsdóttir sem varð i þriðja sæti á Sverði frá Vöðlum með 7,00 í einkunn og Védís Huld Sigurðardóttir á Hug frá Efri-Þverá með 6,67 í einkunn. Í fimmta sæti í A-úrslitum var svo Glódís Líf Gunnarsdóttir á Goða frá Ketilsstöðum með 6,57 í einkunn en hún keppir fyrir hönd Morastaða.

Hér fyrir neðan má sjá heildarúrslit mótsins

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Guðný Dís Jónsdóttir Hraunar frá Vorsabæ II 6,90
2 Védís Huld Sigurðardóttir Hugur frá Efri-Þverá 6,73
3 Eva Kærnested Styrkur frá Skák 6,67
4-5 Glódís Líf Gunnarsdóttir Goði frá Ketilsstöðum 6,57
4-5 Herdís Björg Jóhannsdóttir Svörður frá Vöðlum 6,57
6-7 Lilja Dögg Ágústsdóttir Döggin frá Eystra-Fróðholti 6,43
6-7 Matthías Sigurðsson Kostur frá Þúfu í Landeyjum 6,43
8-9 Steinunn Lilja Guðnadóttir Assa frá Þúfu í Landeyjum 6,37
8-9 Kolbrún Sif Sindradóttir Bylur frá Kirkjubæ 6,37
10 Auður Karen Auðbjörnsdóttir Bára frá Gásum 6,33
11-12 Kristín Karlsdóttir Kopar frá Klauf 6,30
11-12 Jón Ársæll Bergmann Hjaltalín frá Hamarsey 6,30
13 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Hrynjandi frá Kviku 6,27
14-15 Sara Dís Snorradóttir Kvistur frá Reykjavöllum 6,20
14-15 Unnur Erla Ívarsdóttir Víðir frá Tungu 6,20
16 Sigurbjörg Helgadóttir Kóngur frá Korpu 6,17
17 Sigurður Dagur Eyjólfsson Hnokki frá Áslandi 6,13
18 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Polka frá Tvennu 6,10
19 Þórdís Agla Jóhannsdóttir Kolfinna frá Björgum 6,07
20-21 Friðrik Snær Friðriksson Flóki frá Hlíðarbergi 6,00
20-21 Halldóra Rún Gísladóttir Gæfa frá Flagbjarnarholti 6,00
22-23 Hekla Rán Hannesdóttir Ísberg frá Hákoti 5,93
22-23 Fanndís Helgadóttir Helma frá Ragnheiðarstöðum 5,93
24-25 Tristan Logi Lavender Fiðla frá Hjarðarholti 5,90
24-25 Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir Postuli frá Geitagerði 5,90
26 Svandís Aitken Sævarsdóttir Sævar frá Arabæ 5,87
27 Tara Lovísa Karlsdóttir Smyrill frá Vorsabæ II 5,80
28 Katrín Dóra Ívarsdóttir Óðinn frá Hólum 5,77
29 Helgi Freyr Haraldsson Hrynjandi frá Strönd II 5,70
30 Guðrún Lilja Rúnarsdóttir Stjarna frá Morastöðum 5,60
31 Kristinn Már Sigurðarson Katla frá Háholti 5,57
32 Snæfríður Ásta Jónasdóttir Feykir frá Strandarhöfði 5,50
33 Anika Hrund Ómarsdóttir Sólarorka frá Álfhólum 5,47
34 Lilja Rós Jónsdóttir Safír frá Götu 5,43
35 Kristján Hrafn Ingason Úlfur frá Kirkjubæ 5,37
36 Natalía Rán Leonsdóttir Víðir frá Norður-Nýjabæ 5,33
37-39 Hrafnhildur Svava Sigurðardóttir Spói frá V-Stokkseyrarseli 5,30
37-39 Kamilla Hafdís Ketel Sörli frá Lækjarbakka 5,30
37-39 Sunna M Kjartansdóttir Lubecki Hagur frá Votmúla 2 5,30
40 María Björk Leifsdóttir Sunna frá Stóra-Rimakoti 5,23
41 Bryndís Ösp Ólafsdóttir Kolur frá Þjóðólfshaga 1 5,20
42 Díana Ösp Káradóttir Kappi frá Sámsstöðum 5,03
43 Margrét Jóna Þrastardóttir Grámann frá Grafarkoti 4,87
44 Ingunn Rán Sigurðardóttir Vetur frá Hellubæ 4,80
45 Sigrún Björk Björnsdóttir Elva frá Staðarhofi 4,77
46 Sigríður Inga Ólafsdóttir Draumadís frá Lundi 4,63
47 Selma Dóra Þorsteinsdóttir Orka frá Búðum 4,43
48 Ísak Ævarr Steinsson Gríma frá Efri-Brúnavöllum I 0,00
B úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
6 Matthías Sigurðsson Kostur frá Þúfu í Landeyjum 6,83
7 Kolbrún Sif Sindradóttir Bylur frá Kirkjubæ 6,70
8 Steinunn Lilja Guðnadóttir Assa frá Þúfu í Landeyjum 6,60
9 Lilja Dögg Ágústsdóttir Döggin frá Eystra-Fróðholti 6,57
10 Auður Karen Auðbjörnsdóttir Bára frá Gásum 6,33
A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Guðný Dís Jónsdóttir Hraunar frá Vorsabæ II 7,20
2 Eva Kærnested Styrkur frá Skák 7,03
3 Herdís Björg Jóhannsdóttir Svörður frá Vöðlum 7,00
4 Védís Huld Sigurðardóttir Hugur frá Efri-Þverá 6,67
5 Glódís Líf Gunnarsdóttir Goði frá Ketilsstöðum 6,57

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar