Guðný Dís vann fjórganginn í Meistaradeild ungmenna
Fyrsta mótið í Meistaradeild Ungmenna fór fram í dag í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli þegar keppt var í fjórgangi. Mótið átti upphaflega að fara fram á föstudagskvöldið en var frestað vegna veðurs. Alls tóku 48 knapar þátt úr þeim þrettán liðum sem taka þátt í deildinni.
Miðás með fullt hús stiga
Guðný Dís Jónsdóttir á Hraunari frá Vorsabæ II var efst að lokinni forkeppni með 6,90 í einkunn og hélt hún þeirri forystu í A-úrslitunum og stóð uppi sem sigurvegari með 7,20 í aðaleinkunn. Hún keppir fyrir lið Miðásar en hún ásamt liðsfélögum sínum áttu frábæran dag og röðuðu knapar þess sér í fjögur efstu sætin og náðu því í fullt hús stiga í liðakeppninni. Þetta eru auk Guðnýjar þær Eva Kærnested sem varð í öðru sæti á Styrk frá Skák með 7,03 í einkunn, Herdís Björg Jóhannsdóttir sem varð i þriðja sæti á Sverði frá Vöðlum með 7,00 í einkunn og Védís Huld Sigurðardóttir á Hug frá Efri-Þverá með 6,67 í einkunn. Í fimmta sæti í A-úrslitum var svo Glódís Líf Gunnarsdóttir á Goða frá Ketilsstöðum með 6,57 í einkunn en hún keppir fyrir hönd Morastaða.
Hér fyrir neðan má sjá heildarúrslit mótsins
Forkeppni | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Guðný Dís Jónsdóttir | Hraunar frá Vorsabæ II | 6,90 |
2 | Védís Huld Sigurðardóttir | Hugur frá Efri-Þverá | 6,73 |
3 | Eva Kærnested | Styrkur frá Skák | 6,67 |
4-5 | Glódís Líf Gunnarsdóttir | Goði frá Ketilsstöðum | 6,57 |
4-5 | Herdís Björg Jóhannsdóttir | Svörður frá Vöðlum | 6,57 |
6-7 | Lilja Dögg Ágústsdóttir | Döggin frá Eystra-Fróðholti | 6,43 |
6-7 | Matthías Sigurðsson | Kostur frá Þúfu í Landeyjum | 6,43 |
8-9 | Steinunn Lilja Guðnadóttir | Assa frá Þúfu í Landeyjum | 6,37 |
8-9 | Kolbrún Sif Sindradóttir | Bylur frá Kirkjubæ | 6,37 |
10 | Auður Karen Auðbjörnsdóttir | Bára frá Gásum | 6,33 |
11-12 | Kristín Karlsdóttir | Kopar frá Klauf | 6,30 |
11-12 | Jón Ársæll Bergmann | Hjaltalín frá Hamarsey | 6,30 |
13 | Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir | Hrynjandi frá Kviku | 6,27 |
14-15 | Sara Dís Snorradóttir | Kvistur frá Reykjavöllum | 6,20 |
14-15 | Unnur Erla Ívarsdóttir | Víðir frá Tungu | 6,20 |
16 | Sigurbjörg Helgadóttir | Kóngur frá Korpu | 6,17 |
17 | Sigurður Dagur Eyjólfsson | Hnokki frá Áslandi | 6,13 |
18 | Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson | Polka frá Tvennu | 6,10 |
19 | Þórdís Agla Jóhannsdóttir | Kolfinna frá Björgum | 6,07 |
20-21 | Friðrik Snær Friðriksson | Flóki frá Hlíðarbergi | 6,00 |
20-21 | Halldóra Rún Gísladóttir | Gæfa frá Flagbjarnarholti | 6,00 |
22-23 | Hekla Rán Hannesdóttir | Ísberg frá Hákoti | 5,93 |
22-23 | Fanndís Helgadóttir | Helma frá Ragnheiðarstöðum | 5,93 |
24-25 | Tristan Logi Lavender | Fiðla frá Hjarðarholti | 5,90 |
24-25 | Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir | Postuli frá Geitagerði | 5,90 |
26 | Svandís Aitken Sævarsdóttir | Sævar frá Arabæ | 5,87 |
27 | Tara Lovísa Karlsdóttir | Smyrill frá Vorsabæ II | 5,80 |
28 | Katrín Dóra Ívarsdóttir | Óðinn frá Hólum | 5,77 |
29 | Helgi Freyr Haraldsson | Hrynjandi frá Strönd II | 5,70 |
30 | Guðrún Lilja Rúnarsdóttir | Stjarna frá Morastöðum | 5,60 |
31 | Kristinn Már Sigurðarson | Katla frá Háholti | 5,57 |
32 | Snæfríður Ásta Jónasdóttir | Feykir frá Strandarhöfði | 5,50 |
33 | Anika Hrund Ómarsdóttir | Sólarorka frá Álfhólum | 5,47 |
34 | Lilja Rós Jónsdóttir | Safír frá Götu | 5,43 |
35 | Kristján Hrafn Ingason | Úlfur frá Kirkjubæ | 5,37 |
36 | Natalía Rán Leonsdóttir | Víðir frá Norður-Nýjabæ | 5,33 |
37-39 | Hrafnhildur Svava Sigurðardóttir | Spói frá V-Stokkseyrarseli | 5,30 |
37-39 | Kamilla Hafdís Ketel | Sörli frá Lækjarbakka | 5,30 |
37-39 | Sunna M Kjartansdóttir Lubecki | Hagur frá Votmúla 2 | 5,30 |
40 | María Björk Leifsdóttir | Sunna frá Stóra-Rimakoti | 5,23 |
41 | Bryndís Ösp Ólafsdóttir | Kolur frá Þjóðólfshaga 1 | 5,20 |
42 | Díana Ösp Káradóttir | Kappi frá Sámsstöðum | 5,03 |
43 | Margrét Jóna Þrastardóttir | Grámann frá Grafarkoti | 4,87 |
44 | Ingunn Rán Sigurðardóttir | Vetur frá Hellubæ | 4,80 |
45 | Sigrún Björk Björnsdóttir | Elva frá Staðarhofi | 4,77 |
46 | Sigríður Inga Ólafsdóttir | Draumadís frá Lundi | 4,63 |
47 | Selma Dóra Þorsteinsdóttir | Orka frá Búðum | 4,43 |
48 | Ísak Ævarr Steinsson | Gríma frá Efri-Brúnavöllum I | 0,00 |
B úrslit | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
6 | Matthías Sigurðsson | Kostur frá Þúfu í Landeyjum | 6,83 |
7 | Kolbrún Sif Sindradóttir | Bylur frá Kirkjubæ | 6,70 |
8 | Steinunn Lilja Guðnadóttir | Assa frá Þúfu í Landeyjum | 6,60 |
9 | Lilja Dögg Ágústsdóttir | Döggin frá Eystra-Fróðholti | 6,57 |
10 | Auður Karen Auðbjörnsdóttir | Bára frá Gásum | 6,33 |
A úrslit | |||
Sæti | Knapi | Hross | Einkunn |
1 | Guðný Dís Jónsdóttir | Hraunar frá Vorsabæ II | 7,20 |
2 | Eva Kærnested | Styrkur frá Skák | 7,03 |
3 | Herdís Björg Jóhannsdóttir | Svörður frá Vöðlum | 7,00 |
4 | Védís Huld Sigurðardóttir | Hugur frá Efri-Þverá | 6,67 |
5 | Glódís Líf Gunnarsdóttir | Goði frá Ketilsstöðum | 6,57 |