Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts lið Spesíunnar

  • 11. febrúar 2025
  • Tilkynning
Samskipadeildin- Liðakynning
Næsta lið sem kynnt er til leiks fyrir Samskipadeildina, Áhugamannadeild Spretts 2025 er lið Spesíunnar.
Liðið keppti undir merkjum Skoda á síðasta ári og er nokkuð breytt frá síðasta tímabili. Sverrir Sigurðsson
er áfram í liðinu og er liðsstjóri. Elías Árnason og Elín Íris Fanndal eru að sama skapi áfram í liðinu.
Nýir knapar eru Orri Arnarson sem kemur úr öðru liði og ný inn í deildina þetta árið er Ragnheiður Jónsdóttir.
Sverrir Sigurðsson, Hestamannafélaginu Þyt, 64 ára, Hrútur
Elías Árnason, Hestamannafélaginu Geysi, 51 árs, 172 cm, Steingeit
Elín Íris Fanndal, Hestamannafélaginu Þyt, 61 árs, 165 cm, Fiskur
Orri Arnarson, Hestamannafélaginu Geysi, 30 ára, 188 cm, Steingeit
Ragnheiður Jónsdóttir, Hestamannafélaginu Jökli, 54 ára 164 cm, Fiskur
Samskipadeildin rúllar af stað fimmtudaginn 20. febrúar. Frítt inn og veitingasalan verður á sínum stað.
Keppnin verður einnig sýnd á Eiðfaxa TV, endilega tryggið ykkur áskrift þar og fylgist með.
Endilega fylgið okkur á samfélagssmiðlum.
Instagram.com/ahugamannadeildspretts –

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar