Guðmunda vann fyrstu greinina í 1. deildinni

Guðmunda Ellen og Flaumur frá Fákshólum Myndir: Gunnhildur Ýrr
Keppt var í fjórgangi og var margar flottar sýningar. Eftir forkeppni var það Guðmunda Ellen Sigurðardóttir á Flaumi frá Fákshólum sem stóð efst með 7,43 í einkunn en önnur var Vilborg Smáradóttir á Sigri frá Stóra-Vatnsskarði með 7,17 í einkunn en þau unnu greinina í fyrra eftir harða baráttu við Guðmundu.
Í A úrslitunum ætlaði Guðmunda ekki að láta eftir efsta sætið og eftir fyrsta atriðið, hægt tölt, tóku þau Flaumur forustuna og héldu henni allt til enda. Lokaeinkunn 7,67 og efsta sætið. Í öðru sæti varð Þórdís Inga Pálsdóttir á Móses frá Flugumýri II og þriðja Birgitta Bjarnadóttir á Auðlind frá Þjórsárbakka.
Lið Ingólfshvols var stigahæsta lið kvöldsins en þær Guðmunda og Þórdís Inga kepptu báðar fyrir liðið ásamt Benedikt Ólafssyni. Aðrir liðsmenn eru Hafþór Hreiðar Birgisson og Arnar Máni Sigurjónsson.

Stigahæsta lið kvöldsins
Hér fyrir neðan eru niðurstöður fjórgangsins
A úrslit
1 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 7,67
2 Þórdís Inga Pálsdóttir Móses frá Flugumýri II 7,53
3 Birgitta Bjarnadóttir Auðlind frá Þjórsárbakka 7,17
4 Birna Olivia Ödqvist Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 7,00
5-6 Lea Schell Silfurlogi frá Húsatóftum 2a 6,93
5-6 Vilborg Smáradóttir Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 6,93
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 7,43
2 Vilborg Smáradóttir Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 7,17
3 Birgitta Bjarnadóttir Auðlind frá Þjórsárbakka 7,13
4 Birna Olivia Ödqvist Stjörnuþoka frá Litlu-Brekku 7,00
5 Þórdís Inga Pálsdóttir Móses frá Flugumýri II 6,97
6 Lea Schell Silfurlogi frá Húsatóftum 2a 6,90
7 Snorri Dal Gimsteinn frá Víðinesi 1 6,80
8 Thelma Dögg Tómasdóttir Kinnungur frá Torfunesi 6,77
9-10 Anna S. Valdemarsdóttir Ólsen frá Egilsá 6,73
9-10 Friðdóra Friðriksdóttir Hallsteinn frá Hólum 6,73
11 Helgi Þór Guðjónsson Þröstur frá Kolsholti 2 6,67
12-13 Sigvaldi Lárus Guðmundsson Dimma frá Feti 6,60
12-13 Anna Björk Ólafsdóttir Spenna frá Bæ 6,60
14-16 Reynir Örn Pálmason Agnar frá Margrétarhofi 6,57
14-16 Rakel Sigurhansdóttir Hrímnir frá Hvammi 2 6,57
14-16 Siguroddur Pétursson Sól frá Söðulsholti 6,57
17 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Nói frá Vatnsleysu 6,53
18 Haukur Tryggvason Hrafnar frá Hvoli 6,50
19 Hermann Arason Runni frá Vindási 6,47
20-21 Benedikt Ólafsson Rökkvi frá Ólafshaga 6,43
20-21 Garðar Hólm Birgisson Kná frá Korpu 6,43
22-23 Fredrica Fagerlund Sjarmur frá Fagralundi 6,30
22-23 Sigríður Pjetursdóttir Arnar frá Sólvangi 6,30
24 Davíð Jónsson Eldur frá Lundi 6,23
25 Elvar Logi Friðriksson Grein frá Sveinatungu 6,17
26 Axel Ásbergsson Hekla frá Dallandi 5,93
27 Tinna Rut Jónsdóttir Forysta frá Laxárholti 2 5,77