Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Þorgeir og Aþena í gírnum!

  • 28. febrúar 2025
  • Fréttir
Lið Sumarliðabæjar tók liðaskjöldinn

Þriðja keppniskvöldið í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í kvöld í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Keppt var að þessu sinni í fimmgangi og spennan var mikil fyrir kvöldinu því á ráslistanum var að finna aragrúa af frábærum knöpum og hrossum. Fleiri þúsund manns fylgdust með í beinni útsendingu á EiðfaxaTV og áhorfendastúkan í höllinni var einni þéttsetinn enda frítt inn í boði Toyota!

Það fór svo að Þorgeir Ólafsson og Aþena frá Þjóðólfshaga 1 voru ótvíræðir sigurvegarar kvöldsins því þau leiddu að lokinni forkeppni með 7,47 í einkunn og héldu forystu sinni í úrslitum og unnu með einkunnina 7,88 í úrslitum.

Lið sumarliðabæjar sigraði í liðakeppninni en allar þrír knapar liðsins voru í A-úrslitum þeir Þorgeir Ólafsson, Jón Ársæll Bergmann og Benjamín Sandur Ingólfsson.

Næsta keppnisgrein í Meistaradeildinni er gæðingalist sem fer fram þann 14.mars næstkomandi.

Hér að neðan má sjá úrslit kvöldsins.

Fimmgangur F1
Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur
Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 7,47
2 Ásmundur Ernir Snorrason Askur frá Holtsmúla 1 7,40
3 Eyrún Ýr Pálsdóttir Leynir frá Garðshorni á Þelamörk 7,37
4 Benjamín Sandur Ingólfsson Pandóra frá Þjóðólfshaga 1 7,30
5 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Kamma frá Margrétarhofi 7,27
6 Jón Ársæll Bergmann Harpa frá Höskuldsstöðum 7,20
7 Hans Þór Hilmarsson Ölur frá Reykjavöllum 7,17
8 Teitur Árnason Goði frá Oddgeirshólum 4 7,07
9 Glódís Rún Sigurðardóttir Snillingur frá Íbishóli 7,03
10-11 Jakob Svavar Sigurðsson Gleði frá Hólaborg 7,00
10-11 Sigurður Vignir Matthíasson Hlekkur frá Saurbæ 7,00
12 Gústaf Ásgeir Hinriksson Eik frá Efri-Rauðalæk 6,90
13 Jóhanna Margrét Snorradóttir Gýmir frá Skúfslæk 6,77
14 Helga Una Björnsdóttir Hetja frá Hofi I 6,70
15 Árni Björn Pálsson Ísbjörg frá Blesastöðum 1A 6,67
16 Viðar Ingólfsson Vigri frá Bæ 6,63
17 Flosi Ólafsson Védís frá Haukagili Hvítársíðu 6,53
18 Eygló Arna Guðnadóttir Sóli frá Þúfu í Landeyjum 6,43
19 Hanna Rún Ingibergsdóttir Kraftur frá Eystra-Fróðholti 6,37
20 Sara Sigurbjörnsdóttir Eimur frá Torfunesi 6,27
21 Bylgja Gauksdóttir Móeiður frá Feti 6,10
22 Jóhann Kristinn Ragnarsson Spyrnir frá Bárubæ 4,93
A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Þorgeir Ólafsson Aþena frá Þjóðólfshaga 1 7,88
2 Jón Ársæll Bergmann Harpa frá Höskuldsstöðum 7,81
3 Ásmundur Ernir Snorrason Askur frá Holtsmúla 1 7,60
4 Eyrún Ýr Pálsdóttir Leynir frá Garðshorni á Þelamörk 7,52
5 Benjamín Sandur Ingólfsson Pandóra frá Þjóðólfshaga 1 7,19
6 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Kamma frá Margrétarhofi 6,17

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar