Alsystir Arneyjar efsta folaldið

  • 16. mars 2025
  • Fréttir
Hestamannafélagið Snæfaxi hélt folaldasýningu í reiðhöllinni á Gunnarsstöðum í Þistilfirði.

17 folöld komu fram en efsta folald sýningar var Arnhildur frá Ytra-Álandi en hún er alsystir heimsmetshafans Arneyjar frá Ytra-Álandi.

Úrslit folaldasýningar voru eftirfarandi:

1. Arnhildur frá Ytra-Álandi (jörp)
M: Erla frá Skák
F: Skýr frá Skálakoti
Eig: Úlfhildur Ída Helgadóttir

2. Sikiley frá Sauðanesi (brún)
M: Prýði frá Ketilstöðum
F: Loki frá Selfossi
Eig: Ágúst Marinó Ágústsson

3. Milljón frá Margrétarhofi (móvindótt)
M: Silfurskotta frá Sauðanesi
F: Skugga-Sveinn frá Austurhlíð 2
Eig. Reynir Örn Pálmason

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar