Fræðslukvöld með dýralæknum

Þann 1. Apríl verður haldið fræðslukvöld fyrir félaga í Hestamannafélaginu Ljúf og erum við spennt að fá þær Katrin Wagner og Helgu Björt Bjarnadóttur dýralækna, sem reka dýralækna stofuna Dýralæknar Katrin og Helga. Þær ætla að koma og fræða okkur um umönnun á ræktunar hryssum. Þær eru í samstarfsverkefni við Skálakot þar sem verið er að hanna sæðingastöð með það í huga að flytja frosið sæði úr landi, sem hefur ekki verið gert áður á Íslandi.
Þær munu fara yfir:
– Stóðhesturinn: almenn heilsa, umhirða, geta til að fylja, sæði og sæðisgæði
– Hryssan: almenn heilsa, umhirða, eðlilegt gangmál og möguleikinn á að fyljast
– Hryssan: Meðgangan, köstun og fylgikvillar
– Folaldið: nýfædda folaldið, vandamál hjá nýfæddum folöldum
– Hryssan og Folaldið: Ormur og ormalyf
Viðburðurinn hefst klukkan 19:30. Í félagsheimili Ljúfs og er opinn skuldlausum Ljúfsfélögum og kostar 1500 fyrir aðra.