Blue Lagoon mótaröðin í kvöld

  • 26. mars 2025
  • Fréttir
Í beinni á EiðfaxaTV og í myndlyklum Sjónvarps Símans og Vodafone

Þriðja mótið í Blue Lagoon mótaröðinni fer fram í kvöld í Samskipahöllinni í Spretti.

Í Blue Lagoon mótaröðinni eru keppendur á aldrinum 10-21 árs sum þeirra hafa mikla keppnisreynslu og önnur eru að stíga sín fyrstu skref.

Í kvöld fer fram gæðingakeppni og hefst keppni klukkan 17:00 og verður mótið sýnt í beinni útsendingu á streymisveitu EiðfaxaTV og á myndlyklum Vodafone og Sjónvarps Símans. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til þess að fylgjast með okkar unga og efnilega fólki koma fram á sínum gæðingum.

Styrktaraðilar kvöldsins eru Blue Lagoon, Lífland, SS búvörur, Stallur.is, Josera, Icewear, Bæjarins bestu, Fóðurblandan og Góa.

Ráslisti kvöldsins er aðgengilegur á HorseDay appinu.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar