Næsti viðmælandi í „Á mótsdegi“

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fer fram í kvöld í HorseDay höllinni á Ingólfshvoli. Þetta er lokamótið og verður keppt í tölti og skeiði í gegnum höllina. Spennan er mikil en mjótt er á munum í einstaklings- og liðakeppninni. Keppni hefst kl. 19:00 og er frítt inn í höllina en það er Lífland sem bíður áhorfendum í stúkuna. Deildin verður einnig sýnd í beinni útsendingu á EiðfaxaTV.
Ásta Björk Friðjónsdóttir hefur verið að fylgja eftir knöpum úr Meistaradeildinni í þáttaröðinni Á mótsdegi. Nú er komið á Jóni Ársæli Bergmann úr liði Sumarliðabæjar en hann mætir með Halldóru frá Hólaborg en þau voru í þriðja sæti í fjórgangi og 8 sæti í gæðingalist og í skeiðið í gegnum höllina mætir hann með Rikka frá Stóru-Gröf ytri. Liðið hans er efst í liðakeppninni eins og er og hann er fimmti í einstaklingskeppninni.
Ráslisti liggur fyrir og má nálgast hann með því að smella hér. Viltu fræðast meira um EiðfaxaTV, smelltu þá hér.