Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum Sumarliðabær sigraði liðakeppnina

  • 4. apríl 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum er lokið

Það var lið Sumarliðabæjar sem leiddi í allan vetur í liðakeppninni og kláruðu deildina með sigri. Knapar í liðinu voru þau Þorgeir Ólafsson, Benjamín Sandur Ingólfsson, Guðmundur Björgvinsson, Jón Ársæll Bergmann og Védís Huld Sigurðardóttir.

Liðið vann liðaplattana í fjórgangi, fimmgangi og tölti.

Lið Top Reiter endaði í öðru sæti með 317 stig og í því þriðja varð lið Hjarðartúns með 313,5 stig.

Niðurstöður í liðakeppninni

1 Sumarliðabær 323
2 Top Reiter 317
3 Hjarðartún 313,5
4 Ganghestar / Margrétarhof 261
5 Hrímnir / Hest.is 239,5
6 Hestvit / Árbakki 223
7 Fet / Pula 169

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar