Birgitta tekur forystu í 1.deildinni

Birgitta Bjarnadóttir og Rangá frá Torfunesi á flugaskeiði. Ljósmynd: Gunnhildur Ýrr
Keppni í 100 metra skeiði í 1.deildinni í hestaíþróttum fór fram nú í morgun á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Í kvöld klukkan 18:00 verður svo keppt í tölti í Samskipahöllinni í Spretti.
Birgitta Bjarnadóttir á Rangá frá Torfunesi náðu bestum tíma í keppni morgunsins og tók hún þar með forystu í einstaklingskeppninni, þegar tvær greinar eru eftir í mótaröðinni. Þær fóru á tímanum 7,55 sekúndum. Annar varð Ingibergur Árnason á Sólveigu frá Kirkjubæ á tímanum 7,70 sekúndum og í því þriðja varð Hjörvar Ágústsson á Orku frá Kjarri á tímanum 7,82 sekúndur.
Niðurstöður úr 100 metra skeiði
Sæti | Keppandi | Hross | Betri sprettur |
1 | Birgitta Bjarnadóttir | Rangá frá Torfunesi | 7,55 |
2 | Ingibergur Árnason | Sólveig frá Kirkjubæ | 7,70 |
3 | Hjörvar Ágústsson | Orka frá Kjarri | 7,82 |
4 | Benedikt Ólafsson | Vonardís frá Ólafshaga | 7,83 |
5 | Thelma Dögg Tómasdóttir | Storð frá Torfunesi | 8,02 |
6 | Snorri Dal | Flugdís frá Kolsholti 3 | 8,04 |
7 | Sigvaldi Lárus Guðmundsson | Hildur frá Feti | 8,05 |
8 | Ævar Örn Guðjónsson | Vigdís frá Eystri-Hól | 8,07 |
9 | Friðdóra Friðriksdóttir | Gná frá Borgarnesi | 8,13 |
10 | Birna Olivia Ödqvist | Salka frá Fákshólum | 8,15 |
11 | Anna S. Valdemarsdóttir | Jökull frá Stóru-Ásgeirsá | 8,15 |
12 | Fredrica Fagerlund | Snær frá Keldudal | 8,23 |
13 | Haukur Bjarnason | Þórfinnur frá Skáney | 8,33 |
14 | Axel Ásbergsson | Orka frá Breiðabólsstað | 8,33 |
15 | Rósa Birna Þorvaldsdóttir | Stráksi frá Stóra-Hofi | 8,39 |
16 | Þórdís Erla Gunnarsdóttir | Óskastjarna frá Fitjum | 8,53 |
17 | Arnar Máni Sigurjónsson | Sigurrós frá Gauksmýri | 8,62 |
18 | Sanne Van Hezel | Edda frá Túnprýði | 8,64 |
19 | Helgi Þór Guðjónsson | Áróra frá Hrafnsholti | 8,72 |
20 | Rakel Sigurhansdóttir | Þóra Dís frá Auðsholtshjáleigu | 8,87 |
21 | Vilborg Smáradóttir | Klókur frá Dallandi | 8,88 |
22 | Sigríður Pjetursdóttir | Spurning frá Sólvangi | 8,97 |
23 | Davíð Jónsson | Assa frá Árheimum | 10,00 |
24-26 | Guðmunda Ellen Sigurðardóttir | Styrkur frá Hofsstaðaseli | 0,00 |
24-26 | Ylfa Guðrún Svafarsdóttir | Straumur frá Hríshóli 1 | 0,00 |
24-26 | Þorgils Kári Sigurðsson | Faldur frá Fellsási | 0,00 |