1. deildin í hestaíþróttum Birgitta tekur forystu í 1.deildinni

  • 24. apríl 2025
  • Fréttir

Birgitta Bjarnadóttir og Rangá frá Torfunesi á flugaskeiði. Ljósmynd: Gunnhildur Ýrr

Niðurstöður úr 100 metra skeiði í 1.deildinni

Keppni í 100 metra skeiði í 1.deildinni í hestaíþróttum fór fram nú í morgun á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Í kvöld klukkan 18:00 verður svo keppt í tölti í Samskipahöllinni í Spretti.

Birgitta Bjarnadóttir á Rangá frá Torfunesi náðu bestum tíma í keppni morgunsins og tók hún þar með forystu í einstaklingskeppninni, þegar tvær greinar eru eftir í mótaröðinni. Þær fóru á tímanum 7,55 sekúndum. Annar varð Ingibergur Árnason á Sólveigu frá Kirkjubæ á tímanum 7,70 sekúndum og í því þriðja varð Hjörvar Ágústsson á Orku frá Kjarri á tímanum 7,82 sekúndur.

 

Niðurstöður úr 100 metra skeiði

Sæti Keppandi Hross Betri sprettur
1 Birgitta Bjarnadóttir Rangá frá Torfunesi 7,55
2 Ingibergur Árnason Sólveig frá Kirkjubæ 7,70
3 Hjörvar Ágústsson Orka frá Kjarri 7,82
4 Benedikt Ólafsson Vonardís frá Ólafshaga 7,83
5 Thelma Dögg Tómasdóttir Storð frá Torfunesi 8,02
6 Snorri Dal Flugdís frá Kolsholti 3 8,04
7 Sigvaldi Lárus Guðmundsson Hildur frá Feti 8,05
8 Ævar Örn Guðjónsson Vigdís frá Eystri-Hól 8,07
9 Friðdóra Friðriksdóttir Gná frá Borgarnesi 8,13
10 Birna Olivia Ödqvist Salka frá Fákshólum 8,15
11 Anna S. Valdemarsdóttir Jökull frá Stóru-Ásgeirsá 8,15
12 Fredrica Fagerlund Snær frá Keldudal 8,23
13 Haukur Bjarnason Þórfinnur frá Skáney 8,33
14 Axel Ásbergsson Orka frá Breiðabólsstað 8,33
15 Rósa Birna Þorvaldsdóttir Stráksi frá Stóra-Hofi 8,39
16 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Óskastjarna frá Fitjum 8,53
17 Arnar Máni Sigurjónsson Sigurrós frá Gauksmýri 8,62
18 Sanne Van Hezel Edda frá Túnprýði 8,64
19 Helgi Þór Guðjónsson Áróra frá Hrafnsholti 8,72
20 Rakel Sigurhansdóttir Þóra Dís frá Auðsholtshjáleigu 8,87
21 Vilborg Smáradóttir Klókur frá Dallandi 8,88
22 Sigríður Pjetursdóttir Spurning frá Sólvangi 8,97
23 Davíð Jónsson Assa frá Árheimum 10,00
24-26 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Styrkur frá Hofsstaðaseli 0,00
24-26 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Straumur frá Hríshóli 1 0,00
24-26 Þorgils Kári Sigurðsson Faldur frá Fellsási 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar