Sigurbjörn sigurvegari Samskipadeildarinnar

Í gærkvöldi fór fram lokahóf Samskipadeildarinnar, Áhugamannadeildar Spretts, en fyrr um daginn var keppt í síðustu grein deildarinnar, gæðingaskeiði, þar sem Árni Geir stóð uppi sem sigurvegari.
Á lokahófinu voru stigahæstu knapar og lið verðlaunuð. Sigurbjörn Viktorsson var stigahæsti knapinn með 32.5 stig. Hann átti góðu gengi að fagna í deildinni og var m.a. þriðji í fimmgangi og gæðingaskeiði á Vordísi frá Vatnsenda.
Í öðru sæti í einstaklingskeppninni varð Erla Guðný Gylfadóttir með 25 stig og þriðji varð Sveinbjörn Bragason með 24.5

Stigahæsta liðið var lið Pulu / Votumýri / Hofstaða, Garðabæ en þau unnu liðakeppnina með 532 stig. Knapar í liðinu voru þau Þórunn Eggertsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Theódóra Þorvaldsdóttir, Gunnar Már Þórðarson og Erla Guðný Gylfadóttir. Í öðru sæti varð lið Stafholtshesta með 496.5 stig og í því þriðja Nýsmíði með 478 stig.
Siguroddur Pétursson var valin þjálfari ársins í deildinni en hann var þjálfari liðs Bifreiðaverkstæðis Böðvars og Borgarverks.
Efstu tíu í einstaklingskeppninni
- Sigurbjörn Viktorsson 32.5
- Erla Guðný Gylfadóttir 25
- Sveinbjörn Bragason 24.5
- Gunnar Már Þórðarson 20
- Hrönn Ásmundsdóttir 19.5
- Árni Geir Eyþórsson 19
- Kristín Margrét Ingólfsdóttir 17
- Darri Gunnarsson 15.5
- Guðlaug Jóna Matthíasdóttir 12
- Þórunn Kristjánsdóttir 12
Niðurstöður í liðakeppni
- Pula/Votamýri/Hofsstaðir 532
- Stafholthestar 496.5
- Nýsmíði 478
- Hótel Rangá 407.5
- Réttverk 398.5
- Sveiti 398
- Bifreiðaverkstæði Böðvars og Borgarverk 379
- Trausti 365.5
- Tommy Hilfiger 355.5
- Sindrastaðir 355.5
- Lið Spesíunnar 288
- Hrafnsholt 219.5
- Hrossaræktin Strönd II 183
- Vörðufell 164.5
- Stólpi Gámar 150