Samskipadeildin - Áhugamannadeild Spretts Sigurbjörn sigurvegari Samskipadeildarinnar

  • 28. apríl 2025
  • Fréttir
Lið Pulu / Votamýri / Hofsstaða var stigahæsta lið vetrarins í Samskipadeildinni, áhugamannadeild Spretts

Í gærkvöldi fór fram lokahóf Samskipadeildarinnar, Áhugamannadeildar Spretts, en fyrr um daginn var keppt í síðustu grein deildarinnar, gæðingaskeiði, þar sem Árni Geir stóð uppi sem sigurvegari.

Á lokahófinu voru stigahæstu knapar og lið verðlaunuð. Sigurbjörn Viktorsson var stigahæsti knapinn með 32.5 stig. Hann átti góðu gengi að fagna í deildinni og var m.a. þriðji í fimmgangi og gæðingaskeiði á Vordísi frá Vatnsenda.

Í öðru sæti í einstaklingskeppninni varð Erla Guðný Gylfadóttir með 25 stig og þriðji varð Sveinbjörn Bragason með 24.5

Stigahæsta liðið var lið Pulu / Votumýri / Hofstaða, Garðabæ en þau unnu liðakeppnina með 532 stig. Knapar í liðinu voru þau Þórunn Eggertsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Theódóra Þorvaldsdóttir, Gunnar Már Þórðarson og Erla Guðný Gylfadóttir. Í öðru sæti varð lið Stafholtshesta með 496.5 stig og í því þriðja Nýsmíði með 478 stig.

Siguroddur Pétursson var valin þjálfari ársins í deildinni en hann var þjálfari liðs Bifreiðaverkstæðis Böðvars og Borgarverks.

Efstu tíu í einstaklingskeppninni

  1. Sigurbjörn Viktorsson 32.5
  2. Erla Guðný Gylfadóttir 25
  3. Sveinbjörn Bragason 24.5
  4. Gunnar Már Þórðarson 20
  5. Hrönn Ásmundsdóttir 19.5
  6. Árni Geir Eyþórsson 19
  7. Kristín Margrét Ingólfsdóttir 17
  8. Darri Gunnarsson 15.5
  9. Guðlaug Jóna Matthíasdóttir 12
  10. Þórunn Kristjánsdóttir 12

Niðurstöður í liðakeppni

  1. Pula/Votamýri/Hofsstaðir 532
  2. Stafholthestar 496.5
  3. Nýsmíði 478
  4. Hótel Rangá 407.5
  5. Réttverk 398.5
  6. Sveiti 398
  7. Bifreiðaverkstæði Böðvars og Borgarverk 379
  8. Trausti 365.5
  9. Tommy Hilfiger 355.5
  10. Sindrastaðir 355.5
  11. Lið Spesíunnar 288
  12. Hrafnsholt 219.5
  13. Hrossaræktin Strönd II 183
  14. Vörðufell 164.5
  15. Stólpi Gámar 150

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar