Hestamannafélagið Sörli WR Hafnarfjarðarmeistaramótið – Eyktarmótið

  • 28. apríl 2025
  • Tilkynning
Skráningu lýkur á miðnætti þriðjudaginn 29.apríl

Skráning í greinar fer fram á vef Sportfengs og skráningarfrestur rennur út kl. 18.00 þann 29. apríl nk. Allar fyrirspurnir varðandi skráningu skulu berast skriflega á netfangið motanefnd@sorli.is.

Athugið: Skráningar sem berast eftir að frestur rennur út, eða eru ógreiddar að þeim tíma, verða ekki teknar gildar.
Mælt er með að ljúka skráningu tímanlega svo hægt sé að leysa úr mögulegum vandamálum áður en frestur rennur út.

 

Mikilvægar upplýsingar fyrir þátttakendur

  • Ef færri en 20 skráningar eru í flokk, verður einungis riðið A-úrslit.
  • Ef skráningum í flokk eru undir 8 fellur sá flokkur niður.
  • Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á réttri og tímalegri skráningu.
  • Mótið er World Ranking mót og því mikilvægt að þátttakendur kynni sér nýjustu útgáfu keppnisreglna. Sjá nánar á vef LH og FEIF.

 

Greinar og aldurs-/hæfniflokkar í boði

Töltgreinar

  • T1 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur
  • T2 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur
  • T3 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 1. og 2. flokkur
  • T4 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 1. og 2. flokkur
  • T7 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 2. flokkur

Fjórgangs- og fimmgangsgreinar

  • V1 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur
  • V2 – unglingaflokkur, barnaflokkur, 1. og 2. flokkur
  • V5 – barnaflokkur
  • F1 – meistaraflokkur, ungmennaflokkur
  • F2 – meistaraflokkur, unglingaflokkur, 1. og 2. flokkur
  •  

Skeiðgreinar

  • P1 (250 m skeið) – meistaraflokkur, ungmennaflokkur
  • P2 (100 m skeið) – meistaraflokkur, ungmennaflokkur, 1. og 2. flokkur
  • P3 (150 m skeið) – meistaraflokkur, ungmennaflokkur
  • PP1 (gæðingaskeið) – meistaraflokkur, ungmennaflokkur, 1. og 2. flokkur

 

Skráningagjaldið er 8500 kr fyrir allar greinar nema í unglinga og barnaflokkum er gjaldið 7000 kr.

 

Fylgstu með á Facebook

Viðburðurinn er skráður á Facebook undir nafninu „WR Hafnarfjarðarmeistaramót Sörla – Eyktarmótið 2025“. Þar er að finna ýmsar upplýsingar, svo það er um að gera að merkja við „mæti“ eða „interested“ til að fylgjast með öllum fréttum og uppfærslum.

 

Skipulag:

·         Framkvæmdastjóri Sörla: Sigríður Kristín Hafþórsdóttir
·         Framkvæmdastjóri móts: Valka Jónsdóttir
·         Mótsstjóri: Inga Kristín Sigurgeirsdóttir
·         Vallarstjóri: Svafar Magnússon
·         Yfirdómari: Sigríður Pjétursdóttir

 

Glæsileg stemning á Eyktarmóti í Hafnarfirði

Aðstæður til keppni verða eins og best verður á kosið í í Hafnarfirði, þar sem frábær hestakostur og metnaðarfull umgjörð skapa einstaka stemningu. Mótið fer fram á Hraunhamarsvellinum, sem býður upp á fallegt umhverfi og vandaða aðstöðu fyrir keppendur og gesti í glæilegum veitingasal í nýrri  reiðhöll Sörla.

Öll eru þið  hjartanlega velkomin að koma og njóta glæsilegra sýninga í fjölbreyttum keppnisgreinum og flokkum – fyrir fólk á öllum aldri og með mismunandi reynslu. Þetta er sannkölluð veisla fyrir hestaáhugafólk!

Mótanefnd Sörla hlakkar til að taka á móti ykkur í Hafnarfirði og gera mótsdagana eftirminnilega.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar