Hestamannafélagið Geysir Skráning hafin á Íþróttamót Geysis

  • 12. maí 2025
  • Tilkynning
Skráning fer fram í gegnum Sportfeng og verður opin til kl. 23:59, föstudagsins 23. maí 2025

WR Íþróttamót Geysis fer fram 29. – 1. júní á Rangárbökkum og er gríðarleg tilhlökkun í loftinu fyrir fyrsta utanhús móti ársins á Rangárbökkum enda dagskrá sumarsins þétt.

Verið er að vinna í vellinum eftir veturinn og lítur hann vel út.

Mótið er opið og leggjum við upp með að bjóða upp á sem flesta flokka en komi til þess að ekki náist viðunandi fjöldi í flokka verða þeir felldir niður.

Fyrirspurnir vegna mótsins sendist á skraninggeysir@gmail.com

Nokkur atriði sem keppendur skulu hafa í huga:

  • Nái skráningar ekki 25 í ungmenna og fullorðinsflokkum eru eingöngu riðin A-úrslit
  • Nái skráningar ekki viðunandi fjölda fellur flokkur niður
  • Keppendur eru ábyrgir fyrir skráningu sinni.
  • Mótið er World Ranking mót og mikilvægt að keppendur hafi kynnt sér nýjustu útgáfu af keppnisreglum. Sjá nánar á vef LH og FEIF.

Skráningargjöld eru eftirfarandi:

  • – 10.000 kr – fullorðinsflokkar og ungmennaflokkur
  • – 8.500 kr – 150m & 250m skeið
  • – 6.500 kr – 100m flugskeið
  • – 6.500 kr – barna- og unglingaflokkur
  • – 1.500 kr – pollaflokkur

Boðið verður upp á eftirfarandi flokkum:

  • Meistaraflokkur
    T1, T3, T2, T4, V1, V2, F1, F2, PP1, P2
  • 1.flokkur
    T3, V2, F2, T4, PP1, P2
  • Opinn flokkur og Ungmennaflokkur í básaskeiði
    P1 & P3
  • Ungmennaflokkur
    T1, T3, T2, T4, V1, V2, F1, F2, PP1, P2
  • Unglingaflokkur
    V2, F2, T3, T4 og T7, PP1
  • Barnaflokkur
    V2, T4, T3 og T7
  • Pollaflokkur
    Pollatölt

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar