Íþróttamót Sleipnis í beinni á EiðfaxaTV

WR Íþróttamót Sleipnis og fyrstu skeiðleikar sumarsins hjá Skeiðfélaginu fara fram dagana 14-18.maí á félagssvæði Sleipnis, Brávöllum
Íþróttamót Sleipnis er meðal vinsælustu úti móta hvert ár og alltaf mikil ásókn í mótið. Í ár er engin breyting á þar sem undirbúningur fyrir HM í ágúst fer fram og mörg spennandi pör á ráslistum sem hægt er að sjá í HorseDay appinu.
Á morgun fer fram keppni í fimmgangi F1 í meistara- og ungmennaflokki og F2 í unglinga- og 2. flokki. Um kvöldið eru síðan fyrstu skeiðleikar sumarsins en þeir hefjast kl. 19:00.
Allt mótið verður sýnt í beinni útsendingu á EiðfaxaTV.
Dagskrá.
Miðvikudagur 14.maí
11:00 Fimmgangur F1 Meistaraflokkur 1-20
12:50 10 mín pása
13:00 Fimmgangur F1 Meistaraflokkur 21-40
14:50 10 mín pása
15:00 Fimmgangur F1 Ungmennaflokkur
16:50 10 mín pása
17:00 Fimmgangur F2 Unglingaflokkur
17:50 Fimmgangur F2 2.flokkur
18:15 Matur
19:00 Skeiðleikar