Hestamannafélagið Sleipnir Mikið um dýrðir á Selfossi

  • 15. maí 2025
  • Fréttir

Þorgeir hér ásamt Aþenu og yngri syni sínum Elliða Þór að lokinni forkeppni í fimmgangi

Allt í þráðbeinni í sjónvarpi Eiðfaxa

Fyrstu keppnisdagurinn á sterku alþjóðlegu íþróttamóti Sleipnis fór fram í gær þegar keppt var í fimmgangi í hinum ýmsu flokkum, allt í þráðbeinni útsendingu á Sjónvarpi Eiðfaxa. Í dag hefst útsending klukkan 09:00 á keppni í fjórgangi meistaraflokki.

Dagurinn i gær hófst á fimmgangi í meistaraflokki þar sem mörg glæsileg tilþrif litu dagsins ljós. Efstur að lokinni forkeppni með ofur einkunnina 7,60 er Þorgeir Ólafsson á Aþenu frá Þjóðólfshaga. Glódís Rún átti þá einni frábærar sýningar á þeim Snillingi frá Íbishóli sem hlaut 7,53 og Ottesen frá Ljósafossi með 7,30 í einkunn.

Í fimmgangi í ungmennaflokki er Jón Ársæll Bergmann með töluverða forystu að lokinni forkeppni á Hörpu frá Höskuldsstöðum með einkunnina 7,20. Önnur er Þórey Þula Helgadóttir á Kjalari frá Hvammi með 6,70 og í þriðja sætinu er Herdís Björg Jóhannsdóttir á Skorra frá Vöðlum.

Hægt er að sjá heildarniðurstöður í snjallforritinu Horseday.

Við minnum á að hægt er að gerast áskrifandi og fylgjast með beinni útsendingu frá WR íþróttamóti Sleipnis á EiðfaxaTV.

Ekki missa af þessu og svo miklu meira til á EIÐFAXATV og tryggðu þér áskrift

Eiðfaxi TV er aðgengilegt á vefnum, í snjallsímum, Apple TV, Android TV, Google TV og Amazon Fire TV.

Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is. Við hvetjum þá sem ætla að tryggja sér áskrift að gera það tímanlega svo hægt sé að aðstoða fólk ef eitthvað kemur upp.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar