Háskólinn á Hólum Reiðsýning útskriftarnema við Háskólann á Hólum

  • 19. maí 2025
  • Fréttir

Brautskráningarnemar til BS-prófs í reiðmennsku og reiðkennslu munu ljúka námi sínu við skólann með glæsilegri reiðsýningu á aðalreiðvelli skólans þann 24. maí 2025.

Í augum flestra sem til þekkja markar reiðsýningin lokapunktinn í námi við hestafræðideild og stundin, þegar væntanlegir reiðkennarar klæðast bláa jakkanum í lok sýningar, er fyrir mörgum jafngildi brautskráningar. Fjölskyldur og vinir nemendanna fjölmenna gjarna heim að Hólum til að fagna með sínu fólki.

Við þetta tækifæri tíðkast að veita tvenns konar viðurkenningar: Reiðmennskuverðlaun Félags tamingamanna sem eru veitt þeim nemanda, sem hefur hlotið hæstu einkunn á lokaprófi í reiðmennsku. Morgunblaðshnakkurinn fellur í skaut þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn í öllum reiðmennskunámskeiðum sem hann hefur lokið við skólann á námsferli sínum.

Dagskrá reiðsýningarinnar er svohljóðandi:

16:00 Reiðsýning nemenda á aðalvelli hesthússvæðis

Verðlaunaafhending: FT skjöldurinn og Morgunblaðshnakkurinn

Nemendur klæðast bláa jakkanum

Myndataka

17:30 Kaffi fyrir nemendur, aðstandendur þeirra og kennara í aðalbyggingu.

Brautskráning nemenda frá öllum deildum skólans fer síðan fram við hátíðlega athöfn í hátíðarsal Háskólans á Hólum þann 6. núní 2025

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar