Vökull til notkunar á Langsstöðum í Flóa

  • 19. maí 2025
  • Fréttir

Vökull og Ævar Örn Guðjónsson í töltkeppni á Íslandsmóti 2021 þar sem þeir hlutu 8,33 í forkeppni og 8,67 í A-úrslitum. Ljósmynd: Gísli Guðjónsson

Gæðingurinn og glæsihesturinn Vökull frá Efri-Brú mun sinna hryssum í grasgefnu og góðu hólfi á Langsstöðum í Flóa frá og með 27. júní.

Vökull er undan Sleipnisbikarhafanum Arði frá Brautarholti og Kolfinnsdótturinni Kjalvöru frá Efri-Brú. Fimm vetra gamall hlaut hann 8.37 í aðaleinkunn í kynbótadómi með 8.50 fyrir sköpulag þar sem hæst bar 9,0 fyrir samræmi, léttbyggður, fótahár og sívalvaxin. Þeim myndarskap skilar hann ríkulega til afkvæma sinna og stendur efstur þeirra stóðhesta sem skilað hafa afkvæmum til kynbótadóms í þeim eiginleika í kynbótamati. Fyrir hæfileika hlaut hann 8.28 þar af 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og hægt stökk.

Hann á farsælan feril sem keppnishestur í B-flokki gæðinga, tölti og fjórgangi í íþróttakeppni. Síðastliðinn ár hefur hann verið að sanna sig sem afkvæmahestur í fremstu röð og nægir að nefna eftirtektarverð afkvæmi hans líkt og Sölku frá Efri-Brú (ae: 8.76), Hersir frá Húsavík (ae: 8.62), Hátíð frá Efri-Fitjum (ae: 8.52) og Stein frá Stíghúsi (ae: 8.48)

Folatollur undir Vökul kostar 180.000 með vsk. Innifalið er folatollurinn, hagagjald, umsýsla og ein sónarskoðun. Folöld skulu vera örmerkt.

Fyrir nánari upplýsingar og pantanir má hafa samband við Rúnar Hjálmarsson í síma 8481947 eða á runarhjalmarsson@gmail.com

Vökull setinn af Ævari Erni í úrslitum í B-flokki á Landsmóti árið 2016

Vökull og Ævar Örn á Landsmóti árið 2016

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar